Innlent

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán

Karlmaður um þrítugt var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir vopnað rán og akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn fór inn í söluturn í Breiðholti í mars í fyrra, í félagi við konu, með andlitið á sér hulið og vopnaður hamri og hafnarboltakylfu. Hann krafðist þess að fá pening og hafði um tíu til fimmtán þúsund krónur með sér á brott. Þá ók hann einnig bifreið undir áhrifum amfetamíns og áfengis. Maðurinn játaði brot sín en hann rauf skilorð með brotunum. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum ævilangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×