Innlent

Björguðu erlendum ferðamönnum af jökli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarfélag Hornafjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru í gærkvöld á Skálafellsjökul, sem er hluti af Vatnajökli, til að sækja tvo erlenda ferðamenn sem þar voru í hrakningum. Ferðamennirnir settu neyðarsendi í gang þegar ljóst varð að þeir gætu ekki komið sér niður af eigin rammleik.

Björgunarsveitamenn ákváðu að fara á fjórum vélsleðum þegar útkallið barst og var þyrlan send út á sama tíma. Voru björgunarsveitamenn og sigmenn komnir að mönnunum um svipað leyti en ákveðið var að þyrlan tæki þá.

Það var mál þeirra manna sem að björguninni komu að lífi mannanna hefði verið bjargað því þeir hefðu ekki getað verið nóttinna í þeim kulda sem var á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×