Innlent

Fékk verðlaun fyrir vísindaerindi

Anna Gunnarsdóttir form. SKÍ, Kristján Skúli Ásgeirsson skurðlæknir í dómnefnd, Andri Wilberg Orraon, 5. árs læknanemi, Hanna Viðarsdóttir, deildarlæknir, Elín Maríusardóttir, kandidat, Guðrún María Jónsdóttir, Hulda Rún Jónsdóttir sem hlaut 1. sæti, Aðalbjörn Þorsteinsson, svæfingarlæknir í dómnefnd, Sigurður Guðmundsson, formaður dómnefndar og Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ.
Anna Gunnarsdóttir form. SKÍ, Kristján Skúli Ásgeirsson skurðlæknir í dómnefnd, Andri Wilberg Orraon, 5. árs læknanemi, Hanna Viðarsdóttir, deildarlæknir, Elín Maríusardóttir, kandidat, Guðrún María Jónsdóttir, Hulda Rún Jónsdóttir sem hlaut 1. sæti, Aðalbjörn Þorsteinsson, svæfingarlæknir í dómnefnd, Sigurður Guðmundsson, formaður dómnefndar og Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ.
Hulda Rún Jónsdóttir og samstarfsmenn hennar fengu verðlaun fyrir besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema á Sameiginlegu vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands, Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands og Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna sem haldið var nú um helgina.

Erindi Huldu bar yfirskriftina Vefjauppruni lungnatrefjunar og tengsl hennar við bandvefsumbreytingu þekjufruma. Auk hennar unnu Ragnar Pálsson, Ari Jón Arason, Sigríður Rut Franzdóttir, Helgi J. Ísaksson, Ólafur Baldursson, Tómas Guðbjartsson, Gunnar Guðmundsson, Þórarinn Guðjónsson, Magnús Karl Magnússon að erindinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×