Innlent

Clarissa fann kannabis

Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar húsleitar sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í umdæminu um helgina. Leitað var í íbúðarhúsnæði að fengnum dómsúrskurði. Við húsleitina fannst marijuana í tösku í stofu íbúðarinnar. Jafnframt voru í töskunni bíllyklar af bifreið sem stóð fyrir utan húsnæðið. Fíkniefnahundurinn Clarissa leitaði í bifreiðinni og fundust tvær pakkningar milli framsæta bílsins af meintu marijuana. Annar hinna handteknu játaði að eiga ofangreind efni. Í herbergi hins mannsins sem handtekinn var fundusr marijuana, sveppir og tvær e-pillur. Sá maður viðurkenndi einnig eign sína á þeim efnum. Eftir yfirheyrslur á lögreglustöð voru mennirnir látnir lausir og teljast málin upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×