Innlent

Ölvaður maður skemmdi bíl

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunnar og hávaða frá heimilum og skemmtistöðum. Ölvaður maður var handtekinn á Vegamótastíg grunaður um að hafa skemmt bíl. Hann var færður í fangageymslu og er vistaður þar uns hægt er að ræða við hann. Þá barst lögreglunni tilkynning um að rúða hefði verið brotin í Listasafninu við Tryggvagötu. Jafnframt barst lögreglunni tilkynning um að brotist hefði verið inn í íbúð við Álfhólsveg en ekki er vitað hverju var stolið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×