Lögreglan gagnrýnir frumvarp Ögmundar 17. mars 2012 07:30 Vítisenglar eru skilgreindir sem skipulögð glæpasamtök og lögreglan hefur miklar áhyggjur af uppgangi þeirra hér á landi. Fréttablaðið/valli Frumvarp Ögmundar Jónassonar um forvirkar rannsóknarheimildir gengur allt of skammt, að mati lögreglu. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að einungis sé kallað eftir sams konar heimildum og tíðkist í nágrannalöndum. Lögregla telur frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir ganga allt of skammt og bæti litlu sem engu við þær heimildir sem hún hefur nú þegar. Yfirmenn hennar hafa lýst þessu sjónarmiði í samtölum við ráðherra og allsherjarnefnd Alþingis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Frumvarpið var lagt fram í vikunni og samkvæmt því bætist við nýtt ákvæði í lög um meðferð sakamála sem kveður á um að lögreglu sé heimilt að hefja rannsókn ef grunur vaknar um að menn ætli sér að fremja brot sem varðar fjögurra ára fangelsi og að brotið sé liður í skipulagðri glæpastarfsemi. Til þessa hefur einungis verið heimilt að hefja rannsókn á broti sem enn hefur ekki verið framið að því gefnu að það varði við átta ára fangelsisvist. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Við þurfum að skoða þetta frumvarp og munum síðan væntanlega gera allsherjarnefnd grein fyrir okkar afstöðu til þess áður en við látum eitthvað uppi formlega á öðrum vettvangi. Við þurfum að vega það og meta hvað, ef eitthvað, er sett til viðbótar í okkar vopnabúr með þessu ákvæði,“ segir Stefán. „Miðað við það sem ég hef heyrt um þetta frumvarp innan úr okkar röðum er ljóst að það gengur alls ekki nógu langt,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en tekur þó fram að hann hafi ekki kynnt sér efni þess sjálfur. „Það sem lögreglan hefur verið að kalla eftir, og Landssamband lögreglumanna styður heilshugar, eru sams konar heimildir og lögregluliðið í löndunum í kringum okkur hefur, aðallega á hinum Norðurlöndunum,“ segir Snorri. „Þær eru nokkuð víðtækari. Þar þurfa málin ekki ekki að vera komin á það stig að tiltekið brot sé yfirvofandi. Þar getur lögregla, á fullkomlega löglegan hátt, fylgst með ákveðnum hópum í samfélaginu án þess að þeir séu endilega að fara að fremja brot í dag eða á morgun og safnað um þá upplýsingum sem síðan geta leitt til opinberra mála,“ útskýrir hann. Þetta sé hins vegar allt undir ströngu eftirliti opinberra aðila og þingnefnda.stigur@frettabladid.is Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Frumvarp Ögmundar Jónassonar um forvirkar rannsóknarheimildir gengur allt of skammt, að mati lögreglu. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að einungis sé kallað eftir sams konar heimildum og tíðkist í nágrannalöndum. Lögregla telur frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir ganga allt of skammt og bæti litlu sem engu við þær heimildir sem hún hefur nú þegar. Yfirmenn hennar hafa lýst þessu sjónarmiði í samtölum við ráðherra og allsherjarnefnd Alþingis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Frumvarpið var lagt fram í vikunni og samkvæmt því bætist við nýtt ákvæði í lög um meðferð sakamála sem kveður á um að lögreglu sé heimilt að hefja rannsókn ef grunur vaknar um að menn ætli sér að fremja brot sem varðar fjögurra ára fangelsi og að brotið sé liður í skipulagðri glæpastarfsemi. Til þessa hefur einungis verið heimilt að hefja rannsókn á broti sem enn hefur ekki verið framið að því gefnu að það varði við átta ára fangelsisvist. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Við þurfum að skoða þetta frumvarp og munum síðan væntanlega gera allsherjarnefnd grein fyrir okkar afstöðu til þess áður en við látum eitthvað uppi formlega á öðrum vettvangi. Við þurfum að vega það og meta hvað, ef eitthvað, er sett til viðbótar í okkar vopnabúr með þessu ákvæði,“ segir Stefán. „Miðað við það sem ég hef heyrt um þetta frumvarp innan úr okkar röðum er ljóst að það gengur alls ekki nógu langt,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en tekur þó fram að hann hafi ekki kynnt sér efni þess sjálfur. „Það sem lögreglan hefur verið að kalla eftir, og Landssamband lögreglumanna styður heilshugar, eru sams konar heimildir og lögregluliðið í löndunum í kringum okkur hefur, aðallega á hinum Norðurlöndunum,“ segir Snorri. „Þær eru nokkuð víðtækari. Þar þurfa málin ekki ekki að vera komin á það stig að tiltekið brot sé yfirvofandi. Þar getur lögregla, á fullkomlega löglegan hátt, fylgst með ákveðnum hópum í samfélaginu án þess að þeir séu endilega að fara að fremja brot í dag eða á morgun og safnað um þá upplýsingum sem síðan geta leitt til opinberra mála,“ útskýrir hann. Þetta sé hins vegar allt undir ströngu eftirliti opinberra aðila og þingnefnda.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira