Innlent

Ný samtök nefnast Dögun

Um eitt hundrað manns sátu stofnfundinn í gær. fréttablaðið/valli
Um eitt hundrað manns sátu stofnfundinn í gær. fréttablaðið/valli
Dögun – samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði er nafn nýrra stjórnmálasamtaka. Þetta var ákveðið á öðrum stofnfundi samtakanna sem fram fór í gær. Um hundrað manns sátu fundinn.

Helga Þórðardóttir, Lýður Árnason, Þórður Björn Sigurðsson, Finnbogi Vikar og Gísli Tryggvason voru kjörin í framkvæmdaráð. Í úrskurðarnefnd voru kjörin Margrét Rósa Sigurðardóttir, Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Þór Ólafsson.

Aðgerðir í þágu heimila, siðvæðing í stjórnkerfi, ný stjórnarskrá, uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, uppgjör við hrunið og að niðurstaða viðræðna við ESB fari í þjóðaratkvæðagreiðslu eru meðal forgangsmála. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×