Innlent

Kristján er annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson er annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Kristján Þór Júlíusson er annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. mynd/ egill.
Kristján Þór Júlíusson er nýr annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut 57% atkvæða í annarri umferð kosninga á flokksráðsfundi í Turninum í Kópavogi í dag. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn fékk 40% atkvæða. Kjósa þurfti að nýju á milli tveggja efstu frambjóðenda eftir fyrri umferð kosninga því enginn hlaut hreinan meirihluta. Upphaflega voru í framboði auk Kristjáns og Geirs Jóns, þau Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðarbyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×