Innlent

Fólk aðstoðað í föstum bílum á Vatnaleið

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Björgunarsveitin í Stykkishólmi var kölluð út í gærkvöldi til að aðstoða fólk í nokkrum föstum bílum á Vatnaleið. Engum varð meint af dvölinni þar.

Björgunarsveit var líka kölluð út vegnma óveðurs á Kjalarnesi, og aðstoðaði meðal annars fólk, sem hafði farið út af veginum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann á Flateyjardal fyrir norðan og flutti hann á sjúkrahúsið á Akureyri. Hann var fótbrotinn og hafði hlotið höfuðáverka. Björgunarsveitarmenn höfðu áður komið að honum og flutt hann í skála, þar sem hlúð var að honum á meðan beðið var eftir þyrlunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×