Innlent

Árásarmenn vistaðir hjá lögreglu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa ráðist á mann á veitingahúsi við Ingólfsstræti. Sá sem varð fyrir árásinni var meðal annars með brotna tönn og hugðist hann leita á slysadeild. Þetta var eitt fjölmargra verkefna sem lögreglan fékkst við í nótt.

Þá voru tveir unglingar stöðvaðir í bíl í Austurbergi um klukkan tvö í nótt. Ökumaður var án ökuréttinda og einnig fundust fíkniefni hjá farþega í bílnum. Forráðamönnum unglinganna var gert viðvart. Þá voru í það minnsta tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum lyfja og einn var stöðvar vegna gruns um ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×