Innlent

Draumadagur í Hlíðarfjalli

Aðstæður í Hlíðarfjalli voru eins og best verður á kosið í gær. Hér má sjá unga skíðaiðkendur í fjallinu, hæstánægða með lífið og tilveruna, enda bæði logn og sólskin auk þess sem brekkurnar voru alhvítar.
fréttablaðið/vilhelm
Aðstæður í Hlíðarfjalli voru eins og best verður á kosið í gær. Hér má sjá unga skíðaiðkendur í fjallinu, hæstánægða með lífið og tilveruna, enda bæði logn og sólskin auk þess sem brekkurnar voru alhvítar. fréttablaðið/vilhelm
„Þetta var frábær dagur,“ segir Magni Rúnar Magnússon, svæðisstjóri Hlíðarfjalls á Akureyri, um gærdaginn í fjallinu. „Það var sjö til átta stiga frost, logn og sólskin, bara æðislegt vetrarveður.“

Um þúsund manns voru í fjallinu. „Við vorum gríðaránægð með þessa helgi. Fólk kom hérna til að sýna sig og sjá aðra.“

Hann segir stórt hlutfall þeirra sem koma í fjallið vera utanbæjar en Akureyringarnir komi þegar sólin fari að skína.

Magni Rúnar segist vona að dagurinn í gær gefi fyrirheit um framhaldið. „Páskarnir eru á góðum tíma núna og það er vonandi að veðrið standi með okkur.“

Lokað var í Bláfjöllum í gær vegna hávaðaroks en hins vegar opið í Skálafelli. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×