Innlent

Eurovison-myndbandið frumsýnt klukkan 12

Myndbandið við Mundu eftir mér sem er Eurovision-framlag okkar Íslendinga í ár verður frumsýnt á vefsíðu Vodafone klukkan 12 á hádegi í dag. Enska heiti lagsins er Never Forget.

Mikil leynd hefur hvílt yfir tökum á tónlistarmyndbandinu en þó hefur heyrst að íslensk náttúru og rysjótt veðurfar leiki aðalhlutverkið, auk söngvaranna tveggja, Grétu Salóme og Jónsa. Tökurnar fóru fram bæði innan dyra og utan, bæði að nóttu og degi við fallegar náttúruperlur eins og Krísuvík og Kleifarvatn.

Haldin verður sérstök frumsýning á myndbandinu í verslun Vodafone í Skútuvogi 2 klukkan 12 að flytjendum viðstöddum og hópi félagsmanna í Félagi áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Fólk er endilega hvatt til að koma þangað.

Myndbandið verður frumsýnt klukkan 12 á Vodafone.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×