Þriðjungur er andvígur meiri virkjun 19. mars 2012 09:00 Strókarnir á Heiðinni Unnið er að leiðum til að draga úr útblæstri brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjunum. Nokkur andstaða er í Reykjavík við frekari virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði.Mynd/umhverfisstofnun Afstaða fólks til aukinna virkjanaframkvæmda á Hellisheiði er önnur en til almennrar nýtingar jarðvarma. Þetta kemur í ljós þegar bornar eru saman tvær nýlegar kannanir. Í nýrri könnuninni, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í liðinni viku kemur fram að tæp 84 prósent spurða líta nýtingu jarðvarma jákvæðum augum og nær níu af hverjum tíu telja mikil tækifæri tengd starfsemi sem tengist nýtingu jarðvarma. Í áður óbirtri könnun sem þrettán náttúruverndarsamtök létu gera í október og nóvember í fyrra, í tengslum við vinnu við umsögn við rammaáætlun stjórnvalda um virkjanakosti, kemur hins vegar fram að 31,4 prósent aðspurðra voru mótfallin byggingu fleiri jarðvarmavirkjana á Hellisheiði. 30,2 prósent voru hlynnt frekari virkjanaframkvæmdum og 38,4 prósent létu málið sig engu varða. Könnunin var gerð dagana 26. október til 2. nóvember. 1.350 voru spurðir og 857 svöruðu. Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að fram hafi komið að andstaðan hafi verið mjög mikil í Reykjavík. Þá undrast hann orð Ólafs G. Flóvenz, forstjóra ÍSOR, um hættuleysi útblásturs brennisteinsvetnis. „Þetta er verið að rannsaka,“ segir Guðmundur og kveður skorta þekkingu á langtímaáhrifum brennisteinsvetnis. Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir ekki koma á óvart þótt sterkar skoðanir komi fram í könnunum um nýtingu jarðvarma. „Líklega hefur þjóðin í heild sinni ekki verið meira meðvituð um nokkra auðlind en fiskinn í sjónum og jarðhita. Það segir sig sjálft,“ segir hann og vísar til þeirrar byltingar sem orðið hafi með hitaveitunni. Slík nýting orkunnar sé hins vegar af öðrum meiði en raforkuframleiðsla með jarðvarma, þar sé um svokallaða stórnýtingu að ræða. „Hellisheiðin er stórnýting og þá getur verið allt annað uppi á teningnum,“ segir hann. Ekki sé þó alltaf einfalt að greina ástæður andstöðu við stórnýtingu jarðvarmasvæða. „Hluti umhverfissinna er ekki bara á móti stórri nýtingu sem slíkri, heldur á móti stórri nýtingu til erlendra kaupenda.“ Stefán segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýtanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði. „Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska,“ segir hann og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg. olikr@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Afstaða fólks til aukinna virkjanaframkvæmda á Hellisheiði er önnur en til almennrar nýtingar jarðvarma. Þetta kemur í ljós þegar bornar eru saman tvær nýlegar kannanir. Í nýrri könnuninni, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í liðinni viku kemur fram að tæp 84 prósent spurða líta nýtingu jarðvarma jákvæðum augum og nær níu af hverjum tíu telja mikil tækifæri tengd starfsemi sem tengist nýtingu jarðvarma. Í áður óbirtri könnun sem þrettán náttúruverndarsamtök létu gera í október og nóvember í fyrra, í tengslum við vinnu við umsögn við rammaáætlun stjórnvalda um virkjanakosti, kemur hins vegar fram að 31,4 prósent aðspurðra voru mótfallin byggingu fleiri jarðvarmavirkjana á Hellisheiði. 30,2 prósent voru hlynnt frekari virkjanaframkvæmdum og 38,4 prósent létu málið sig engu varða. Könnunin var gerð dagana 26. október til 2. nóvember. 1.350 voru spurðir og 857 svöruðu. Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að fram hafi komið að andstaðan hafi verið mjög mikil í Reykjavík. Þá undrast hann orð Ólafs G. Flóvenz, forstjóra ÍSOR, um hættuleysi útblásturs brennisteinsvetnis. „Þetta er verið að rannsaka,“ segir Guðmundur og kveður skorta þekkingu á langtímaáhrifum brennisteinsvetnis. Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir ekki koma á óvart þótt sterkar skoðanir komi fram í könnunum um nýtingu jarðvarma. „Líklega hefur þjóðin í heild sinni ekki verið meira meðvituð um nokkra auðlind en fiskinn í sjónum og jarðhita. Það segir sig sjálft,“ segir hann og vísar til þeirrar byltingar sem orðið hafi með hitaveitunni. Slík nýting orkunnar sé hins vegar af öðrum meiði en raforkuframleiðsla með jarðvarma, þar sé um svokallaða stórnýtingu að ræða. „Hellisheiðin er stórnýting og þá getur verið allt annað uppi á teningnum,“ segir hann. Ekki sé þó alltaf einfalt að greina ástæður andstöðu við stórnýtingu jarðvarmasvæða. „Hluti umhverfissinna er ekki bara á móti stórri nýtingu sem slíkri, heldur á móti stórri nýtingu til erlendra kaupenda.“ Stefán segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýtanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði. „Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska,“ segir hann og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira