Fleiri fréttir

Landeyjahöfn vígð í dag

Landeyjahöfn verður vígð í dag. Ferðatíminn á sjó milli lands og Eyja styttist verulega, úr tæpum þremur klukkustundum í rúmar 30 mínútur og samtals styttast því sigling og akstur til Reykjavíkur úr fjórum klukkustundum í tvær og hálfa klukkustund, segir í fréttatilkynningu.

Gríðarleg aukning í klamydíurannsóknum

Í starfsemisupplýsingum Landspítala Háskólasjúkrahúss kemur fram að rannsóknum á klamydíu og lekanda hefur fjölgað um 2000 frá því á sama tíma og í fyrra. Þá varð sprenging í Lífefnaerfðafræðirannsóknum en þær voru tilkomar vegna rannsókna á „færeyingaveikinni" svokölluðu.

Próflaus ökufantur enn í haldi lögreglu

27 ára kona, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók síðdegis í gær eftir æsilega eftirför frá Grafarvogi að Smáratorgi, er enn í haldi lögreglunnar.

Skólafólk á fullu í fiskinum

HB Grandi hefur getað haldið fullri starfsemi í sumar og ekki þurft að grípa til hefðbundinna sumarlokana. Ástæðan er sú að skólafólk hefur hlaupið í skarðið þegar starfsfólk tekur sér frí og ekkert hlé þurfti því að gera á vinnslunni.

Vilja bændur í repjuræktun

Þeir bændur sem áhuga hafa á að setja niður repju geta fengið til þess aðstoð og upplýsingar sér að kostnaðarlausu. Frá þessu er greint í Bændablaðinu, en þeir Björn Páll Fálki Valsson og Magnús Þórður Rúnarsson hafa unnið að verkefni um repjuræktun í vetur.

Lögbrjótar verði sniðgengnir

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hvetja fólk til að sniðganga allar vörur frá fyrirtækjum sem auglýsa áfengi í íslenskum fjölmiðlum.

Skorið úr um rækjukvóta í næsta mánuði

Farið verður nánar yfir ákvörðun um að gefa frjálsar veiðar á úthafsrækju. Fulltrúar LÍÚ funduðu um málið í gær með Jóni Bjarnasyni, landbúnaðar - og sjávarútvegsráðherra. Framkvæmdastjóri LÍÚ er vongóður um viðsnúning í málinu.

Þurfa ekki að sjóða vatnið

Eskfirðingar þurfa ekki lengur að sjóða allt drykkjarvatn, eftir að Heilbrigðiseftirlit Austurlands aflétti öllum hömlum á neyslu vatnsins í gær.

Fjarlægja forsendu verðmunar

Fyrirtæki sem selja farsímaþjónustu þurfa að lækka svokölluð lúkningargjöld sem lögð eru á símtöl milli farsímakerfa um 50 til 67 prósent samkvæmt nýrri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Lúkningargjöldin lækka í skrefum fram að ársbyrjun 2013 niður í fjórar krónur og verða þá jafnhá hjá öllum farsímafyrirtækjunum. Þá eru upphafsgjöld afnumin.

Fásinna að rifta kaupum Magma á HS orku

Fari svo að stjórnvöld hlutist til um að rifta kaupum Magma á hlut Geysis Green Energy í HS orku kann það að leiða til þess að auðlindin sjálf lendi í höndum erlendra kröfuhafa bankanna. Þetta segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar.

Bótakröfum fjölgar með markaðssókn

Aukning hefur orðið á kröfum um bætur af tryggingafélögunum vegna ýmiss skaða sem hlotist hefur af völdum slysa eftir að sérhæfðar lögfræðistofur fóru að auglýsa aðstoð við fólk sem lent hefur í slysi. „Þessar auglýsingar valda alveg örugglega einhverri aukningu, en

Katrín kannast ekki við sms hótanir

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og formaður flokksráðs, segist ekki vita til þess að þingmönnum hafi verið sendar hótanir með sms skilaboðum í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. „Ég fékk allavega ekki sms hótun," segir Katrín.

Lögreglan rannsakar nauðgun í Elliðaárdal

Lögreglan kannar nú vísbendingar sem henni hefur borist um að konu hafi verið nauðgað þar sem hún var á göngu í Elliðaárdalnum að kvöldi mánudagsins í síðustu viku. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, staðfestir að tilkynning hafi borist um nauðgunina og að málið sé til rannsóknar.

Hvergerðingar læra að ala upp börn

Hveragerðisbær reynir að samræma uppeldisaðferðir íbúa með sérstöku námskeiði fyrir foreldra. Forseti bæjarstjórnar segir ekki óeðlilegt að bæjarfélagið hlutist til um barnauppeldi. Þetta sé skemmtileg þjónusta við bæjarbúa.

Staðfestu ákvörðun um framsal yfir pólskum karlmanni

Hæstiréttur staðfesti í dag ákvörðun dómsmálaráðherra um að pólskur karlmaður sem dvalið hefur hér á landi skyldi framseldur til Póllands. Karlmaðurinn hefur verið dæmdur fyrir itrekuð brot í heimalandi sínu en ekki verið dæmdur hér á landi.

Umferðartruflun vegna fræsingar

Unnið verður að fræsingu á hringveginum frá Úlfarsfellsvegi að Hafravatnsvegi.á morgun. Vinnan hefst á milli klukkan 5 og 6 í fyrramálið og mun henni ljúka á milli klukkan 7 og 8 sama dag. Um er að ræða framkvæmdakafla frá Vesturlandsvegi frá Úlfarsfellsvegi að Hafravatnsvegi.

Handtekinn eftir ofsaakstur

Ökumaður var handtekinn nú fyrir skömmu við Smáratorg en lögreglan hafði veitt honum eftirför alla leið frá Gullinbrú. Fjöldi lögreglubíla var á Smáratorgi nú fyrir skömmu þar sem ökumaðurinn hafði verið króaður af.

Gefa ókeypis mat á morgun

Fólk sem á við fjárhagserfiðleika að stríða stendur til boða ókeypis matur á taílenska veitingastaðnum Thaí Reykjavík á morgun milli fjögur og sex. Framkvæmdastjóri staðarins segir að þeir sem séu aflögufærir eigi að gefa og skorar á aðra veitingamenn að gera slíkt hið sama.

Fimm bíla árekstur

Fimm bílar lentu í árekstri á Miklabraut, við akreinina inn á Reykjanesbraut, um klukkan hálf þrjú í dag.

Mótmælendur safna fé fyrir bágstadda

Hópur fólks hefur tekið sig saman undir nafninu Sumarhjálp og ætlar að safna pening fyrir bágstadda borgarbúa. Forsvarsmaður söfnunarinnar er Helga Þórðardóttir, sem var oddviti Frjálslynda flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Sjálfstæðismenn sættast við mótmælendur

Fimm sinnum fleiri Sjálfstæðismenn telja að mótmæla- og borgarafundir núna endurspegli viðhorf þjóðarinnar borið saman við desember 2008, samkvæmt skoðanakönnun MMR.

Sakar fyrrverandi ráðherra um stjórnarskrárbrot

Sjávarútvegsáðherra ber samkvæmt lögum að gefa veiðar frjálsar séu útgefnar veiðiheimildir í ákveðnum fisktegundum ekki nýttar. Þetta er mat Kristins H. Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns. Hann sakar fyrrverandi ráðherra um að hafa virt lögin að vettugi og sýnt einbeittan brotavilja enda hafi það legið fyrir í mörg ár að úthafsrækjustofninn hafi verið vannýttur.

1448 mótmæla Magma-kaupum

Á heimasíðunni orkuaudlindir.is skorar Björk Guðmundsdóttir á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku. Hún kynnir áskorun sína og syngur á blaðamannafundi síðar í dag.

Björk syngur á blaðamannafundi

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona mun syngja á blaðamannafundi í dag klukkan fjögur þar sem þar sem kynnt verður undirskriftasöfnun vegna áskorunar um orkuauðlindir Íslendinga. Mun hún flytja nokkur laga sinna í nýrri útgáfu.

Eiginkona fórnarlambs segir dóm of vægan

Eiginkona mannsins sem lést á Grindavíkurvegi í árekstri við drukkinn ökumann sem keyrði á vitlausum vegarhelmingi gagnrýnir dóminn og segir hann allt of vægan. Ökumaðurinn, sem var ofurölvi, fékk sex mánaða dóm á föstudaginn þar af fjóra mánuði skilorðsbundna.

Hitamet slegið fjórða mánuðinn í röð

Júní 2010 var fjórði mánuðurinn í röð þar sem hitamet er slegið. Þá var júní 304. mánuðurinn í röð þar sem hitastigið var yfir meðalhita 20. aldar. Þetta kemur fram á vefnum loftslag.is.

Dópaður ökumaður á 140 km hraða

Mjög dópaður ökumaður var stöðvaður á mótum Reykjanesbrautar og Sæbrautar í nóttt eftir að bíll hans hafði mælst á 140 kílómetra hraða.

Sluppu ómeiddir þegar hjólhýsi olli umferðaróhappi

Allir sluppu ómeiddir þegar hjólhýsi tók að slást til aftan í bíl skammt frá Akureyri síðdegis í gær. Afleiðingarnar voru að ökumaður missti loks stjórn á bílnum, sem hafnaði 30 metrum utan vegar með hjólhýsið aftan í sér.

Óformleg prufusigling

Herjólfur sigldi sína fyrstu ferð í Landeyjahöfn á laugardagskvöld en ferðin var hugsuð sem prufuferð til að ganga úr skugga um að allt væri eins og vera bæri. Formleg jómfrúarferð verður farin á

Minkaræktin blómstrar á Íslandi eftir hrun krónunnar

Á Íslandi eru starfrækt 22 minkabú og stendur til að eitt til viðbótar taki til starfa í Skagafirði í haust. Minkarækt í landinu gengur vonum framar og Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir hrun íslensku krónunnar hafa gert það að verkum að búgreinin komst aftur á skrið.

Pasta hefur hækkað um rúm 150 prósent

Pasta hefur hækkað óvenju mikið í verði á síðustu árum hér á landi. Sé verðlagning borin saman við vísitölu neysluverðs sést glögglega að verðið tók stökk um mitt ár 2008 og fer svo stigvaxandi, hátt fyrir ofa

Sérfræðingar hafa lært af gosinu

Flug í Evrópu myndi ekki raskast á sama hátt og það gerði í maí ef eldgos hæfist nú. Aska úr Eyjafjallajökli lamaði þá nær alla flugumferð í Evrópu. Þetta segir Joe Sultana, yfirmaður hjá Evrópsku flugstjórnarstofnuninni

Viðræður við ESB lykilatriði

Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku og formaður Samtaka fyrirtækja í orku- og umhverfistækni, sendi öllum þingmönnum bréf þar sem hann biðlaði til þingmanna og stjórnvalda að sýna samstöðu um

Færri lundar sinna eggjunum sínum

Í ár hafa fleiri lundar en áður hætt að sinna eggjum sínum vegna fæðuskorts. Þetta segir Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands. Lunda­pysjur eru mjög háðar sandsílaseiðum fyrstu vikurnar. Hafrannsóknastofnunin hefur nýlega lokið mælingum á sandsílastofninum.

Ákvörðun um samgöngumiðstöð bíður enn

Áform um byggingu 3.200 fermetra samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri eru enn í bið. Reykjavíkurborg á eftir að veita samþykki fyrir því að hefja 100 daga kynningarferli en framkvæmdir gætu fyrst hafist að því loknu. Því er óljóst hvort framkvæmdir munu hefjast á þessu ári.

Þrýstikútur sprakk í andlit manns á sextugsaldri

Maður á sextugsaldri slasaðist töluvert þegar að tappi á þrýstikút sprakk í andlit hans í Keflavík í dag. Maðurinn var að sandblása bifreið sína inn í bílskúr þegar að kúturinn sprakk. Hann var með töluverða áverka í andliti þegar að sjúkraflutningamenn komu á staðinn en þó með fulla með vitund.

Sjá næstu 50 fréttir