Innlent

Þrýstikútur sprakk í andlit manns á sextugsaldri

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.
Maður á sextugsaldri slasaðist töluvert þegar að tappi á þrýstikút sprakk í andlit hans í Keflavík í dag. Maðurinn var að sandblása bifreið sína inn í bílskúr þegar að kúturinn sprakk. Hann var með töluverða áverka í andliti þegar að sjúkraflutningamenn komu á staðinn en þó með fulla meðvitund.

Hann var fluttur á bráðamóttökuna á sjúkrahúsinu í Keflavík og þaðan fluttur á slysadeild í Fossvogi til frekari skoðunar. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum er vinnueftirlitið að rannsaka málið.

Einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í dag. Hann ók á 121 kílómetra hraða og borgaði sektina á staðnum. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur í bænum í dag og var það athugull vegfarandi sem hringdi í lögreglu og gerði athugasemdir við ökulag mannsins.

Þá datt reiðhjólamaður af hjóli sínu í Sandgerði í morgun. Sjúkrabíll kom á staðinn og var hann með lítilsháttar áverka í andliti en ekki illa slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×