Innlent

Góð laxveiði þrátt fyrir hlýindi um helgina

Þrátt fyrir hlýindi víða um land um helgina var all góð laxveiði víðast hvar, eftir einhverja bestu byrjun laxveilðitímabilsins til þessa.

Fyrir helgi var veiðin orðin þrefalt meiri en á sama tíma í fyrra í þremur þekktum laxveiðiám og tvöfalt meiri í tveimur ám.

Samfara þessu berast fréttir af góðri urriða- og bleikjuveiði, eins og til dæmis í Veiðivötnum. Þykir það tíðindum sæta því yfirleitt er ekki merkjanleg fylgni á milli góðrar lax- og silungsveiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×