Innlent

Tóku par með kíló af kannabis í höndunum á Eyrarbakka

Árvökulum lögreglumönnum á eftirlitsferð um Eyrarbakka í gærkvöldi, fannst kannabislykt bregða fyrir og að hana mætti rekja að tilteknu húsi.

Þeir kölluðu á liðsauka og bönkuðu uppá. Þar var fyrir par á þrítugs aldri sem var í óða önn að saxa niður 30 kannabisplöntur í neysluskammta, samtals um eitt kíló.

Þau voru líka búin að koma 30 nýjum græðlingum af stað og var húsið undirlagt í þessari starfssemi með viðeigandi búnaði eins og gróðurhúsalömpum.

Lögreglan lagði hald á allt saman og handtók fólkið.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.