Innlent

Þurfa ekki að sjóða vatnið

Óhætt er að drekka vatn á Eskifirði án þess að sjóða það fyrst, en kólígerlar bárust í kerfið eftir mengunarslys 9. júlí. fréttablaðið/gva
Óhætt er að drekka vatn á Eskifirði án þess að sjóða það fyrst, en kólígerlar bárust í kerfið eftir mengunarslys 9. júlí. fréttablaðið/gva
Eskfirðingar þurfa ekki lengur að sjóða allt drykkjarvatn, eftir að Heilbrigðiseftirlit Austurlands aflétti öllum hömlum á neyslu vatnsins í gær.

Eftir mengunarslys í löndunarhúsi fiskimjölsverksmiðju Eskju 9. júlí barst mengun í drykkjarvatnið. Rannsóknir sýndu að þar var meðal annars að finna kólígerla, auk ýmissa annarra gerla. Tilkynning var send í hvert hús í bænum og síðan hafa bæjarbúar þurft að sjóða allt sitt drykkjarvatn.

Rannsóknir sem heilbrigðiseftirlitið gerði í gær sýndu að drykkjarvatnið er komið í samt lag á ný.- kóp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×