Innlent

Slökkviliðið kallað að líkbrennsluhúsi í morgun

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að líkbrennsluhúsi við Fossvogskirkjugarð klukkan sex í morgun.

Reykur hafði myndast í húsinu þegar slökkviliðið bar að og var húsið reykræst. Tjón af þessum bruna var lítið sem ekkert en ekki er vitað um tildrög hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×