Innlent

Gríðarleg aukning í klamydíurannsóknum

SB skrifar
Landspítali Háskólasjúkrahús.
Landspítali Háskólasjúkrahús.
Í starfsemisupplýsingum Landspítala Háskólasjúkrahúss kemur fram að rannsóknum á klamydíu og lekanda hefur fjölgað um 2000 frá því á sama tíma og í fyrra. Þá varð sprenging í Lífefnaerfðafræðirannsóknum en þær voru tilkomar vegna rannsókna á „færeyingaveikinni" svokölluðu.

Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, segir tölurnar í heild sinni sýna að áætlanir spítalans um flutning þjónustu frá sólahringsdeildum yfir á dag og göngudeildir hafi gengið eftir. „Við viljum stytta legutíma og það hefur gengið vel," segir hún.

Í tölunum kemur meðal annars fram að dvölum á líknardeild fækkaði um rúman helming, breytingin frá tímabilinu janúar-júní á síðasta ári og nú, nemur 52,2%. Þetta útskýrir Vilhelmína með því að það gætu hafa orðið breytingar á starfsemi líknardeildar í millitíðinni, ekki sé hægt að horfa nákvæmlega á tölurnar.

Þær tölur sem vekja einna mesta athygli er fjölgun á lífefnafræðirannsóknum um 288%. Að sögn Önnu er þessi fjölgun tilkomin vegna rannsókna á „færeyingaveiki" sem er sjaldgæfur sjúkdómur sem hrjáir börn í Færeyjum og getur dregið þau til dauða.

Þá er fjölgun klamydíu og lekandarannsókna sláandi en um 2000 fleiri rannsóknir voru framkvæmdar í ár en í fyrra eða eru 12.793 rannsóknum í 14.712. Stutt er síðan fjallað var um í fjölmiðlum lokaritgerð Hrefnu Hrundar Pétursdóttur og Hlínar Magnúsdóttur um kynhegðun unglinga og samskipti við foreldra.

Í þeirri rannsókn kom fram að ungmenni segja getnaðarvarnir of dýrar, sérstaklega smokkinn og því kysu þau oft frekar að nota engar varnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×