Innlent

Ungmenni köstuðu sér í Sogið til að kæla sig

Það er víðar en í Rússlandi sem fólk kastar sér út í kalt vatn vegna mikils lofthita.

Þannig fékk lögregla á Selfossi tilkynningu um það um fjögur leitið í gær, að ungmenni væru að kasta sér út í Sogið af brúnni í Þrastarskógi, en það er nokkuð mikið fall og Sogið er köld bergvatnsá, sem rennur úr Þingvallavatni.

Ungmennunum varð ekki meint af en lögregla stöðvaði leikinn. Hitinn fór viða vel yfir 20 gráður á Suður- og Vesturlandi í gær, en hlýjast varð á Hellu, 24,2 gráður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×