Innlent

Gefa ókeypis mat á morgun

SB skrifar
Thaílenskur matur nýtur mikillar hylli.
Thaílenskur matur nýtur mikillar hylli.

Fólk sem á við fjárhagserfiðleika að stríða stendur til boða ókeypis matur á taílenska veitingastaðnum Thaí Reykjavík á morgun milli fjögur og sex. Framkvæmdastjóri staðarins segir að þeir sem séu aflögufærir eigi að gefa og skorar á aðra veitingamenn að gera slíkt hið sama.

„Þetta kemur svona í kjölfarið á því sem þeir voru að gera í Turninum í Kópavogi. Okkur fannst það flott framtak og vildum sýna góðan hug í verki," segir Magnús.

Í matarpakkanum á morgun verða hrísgrjón, djúpsteiktur fiskur og eggjanúðlur og segir Magnús að fólk geti tekið einn pakka á mann og farið með heim.

„Hjálparstofnanir eru margar hverjar lokaðar yfir sumartímann og því er mikilvægt að aðrir leggi hönd á plóg," segir Magnús en Thaí Reykjavík staðurinn er á Lækjargötu 8 beint á móti Menntaskólanum í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×