Innlent

Landeyjahöfn vígð í dag

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.

Landeyjahöfn verður vígð síðdegis í dag.

Ferðatíminn á sjó milli lands og Eyja styttist verulega, úr tæpum þremur klukkustundum í rúmar 30 mínútur og samtals styttast því sigling og akstur til Reykjavíkur úr fjórum klukkustundum í tvær og hálfa klukkustund, segir í fréttatilkynningu.

Herjólfur sigldi sína fyrstu ferð í Landeyjahöfn á laugardagskvöld en ferðin var hugsuð sem prufuferð til að ganga úr skugga um að allt væri eins og vera bæri.

Höfnin verður tvímælalaust lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Eyjum og mun ýta undir aukna samvinnu í atvinnu- og félagslífi milli Eyjamanna og íbúa á Suðurlandi, segir í fréttatilkynningu.


















Tengdar fréttir

Óformleg prufusigling

Herjólfur sigldi sína fyrstu ferð í Landeyjahöfn á laugardagskvöld en ferðin var hugsuð sem prufuferð til að ganga úr skugga um að allt væri eins og vera bæri. Formleg jómfrúarferð verður farin á

Nýir möguleikar með Landeyjahöfn

Hafnarmannvirkið nýja í Landeyjum er með stærstu samgönguframkvæmdum síðustu árin. Landeyjahöfn mun líka hafa víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Fyrir utan að stórbæta daglegar samgöngur milli lands og Eyja opnar hún nýja möguleika í atvinnu- og félagslífi.

Herjólfur í Landeyjahöfn - myndir

Herjólfur sigldi undir miðnætti í gærkvöld í Landeyjahöfn til prófunar en reglulegar áætlunarsiglingar milli hafnarinnar og Eyja hefjast á miðvikudag í næstu viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×