Innlent

Skólafólk á fullu í fiskinum

Alls starfa 23 skólabörn í fiskiðju HB Granda á Akranesi og gæti þurft að bæta fleirum við.
fréttablaðið/hari
Alls starfa 23 skólabörn í fiskiðju HB Granda á Akranesi og gæti þurft að bæta fleirum við. fréttablaðið/hari
HB Grandi hefur getað haldið fullri starfsemi í sumar og ekki þurft að grípa til hefðbundinna sumarlokana. Ástæðan er sú að skólafólk hefur hlaupið í skarðið þegar starfsfólk tekur sér frí og ekkert hlé þurfti því að gera á vinnslunni.

Frá þessu segir í Skessuhorni og þar er rætt við Þröst Reynisson, vinnslustjóra landvinnslu hjá fyrirtækinu. Hann segir að þetta gildi um fiskiðjuverin á Akranesi og í Reykjavík. Hann segir veiði ísfisktogara fyrirtækisins hafa verið mjög góða og eins hafi sumarlokanir annarra fyrirtækja gert það að verkum að meira hefur verið að gera hjá HB Granda. Þá komi skólafólkið til sögunnar, en á Skaganum starfa 23 krakkar í fiskiðjunni og gæti þurft að bæta fleirum við.- kóp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×