Minkaræktin blómstrar á Íslandi eftir hrun krónunnar 19. júlí 2010 06:00 Minkaskinnin eru seld til Danmerkur. Verðið hefur hækkað töluvert eftir fall íslensku krónunnar og nú fást um sjö þúsund krónur fyrir hvert skinn. Á Íslandi eru starfrækt 22 minkabú og stendur til að eitt til viðbótar taki til starfa í Skagafirði í haust. Minkarækt í landinu gengur vonum framar og Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir hrun íslensku krónunnar hafa gert það að verkum að búgreinin komst aftur á skrið. „Gengið komst loks í það sem það átti að vera,“ segir Björn. „Verð á skinnum á heimsmarkaði fór upp og í dag erum við að fá rúmlega helmingi meira fyrir hvert skinn, eða um sjö þúsund krónur. Hvert einasta skinn fer til Danmerkur og er danska krónan okkur sérstaklega hagstæð.“ Fjöldi minka í hverju búi er að meðaltali á milli sjö og átta þúsund og veltan um 50 milljónir á ári. „Markaðurinn stóð í stað í nokkur ár, en er loksins núna að taka við sér,“ segir Björn. „Útlendingar eru að fá nasaþef af greininni og einnig erum við farin að fá óvenju mikið af fyrirspurnum frá Íslendingum.“ Björn segir skilyrði á Íslandi vera kjörin fyrir iðnina og úrgangurinn úr dýrunum, sem er vandamál í mörgum öðrum löndum, kjörinn áburður á landið. „Hér er ódýr orka, auðveldur aðgangur á hreinu landi, gott loftslag fyrir dýrin og gott hráefni,“ segir hann. „Þetta er að vissu leyti angi af þekkingariðnaði. Við erum að nýta þekkingu og látum ekkert ráðast af tilviljunum.“ Strangar reglur eru um aðbúnað dýranna og segir Björn mikilvægt að aðstæður í búunum séu þannig að hver sem er geti komið inn hvenær sem er og fullyrt að hlutirnir séu í lagi. Hann hefur verið formaður SÍL í ellefu ár og ekki hefur nein kvörtun borist á þeim tíma. „Þessar nýju reglur voru settar að okkar frumkvæði. Við Íslendingar erum vanir því að búa í sátt og samlyndi við náttúruna og við reynum að búa eins vel að þessum dýrum og við getum. Okkar afkoma byggist á því að þeim líði sem best.“ Björn segir aðstæður dýranna vera mun lakari víða erlendis heldur en á Norðurlöndunum og að alþjóðasamtök fylgist grannt með þróun mála. sunna@frettabladid.is Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Á Íslandi eru starfrækt 22 minkabú og stendur til að eitt til viðbótar taki til starfa í Skagafirði í haust. Minkarækt í landinu gengur vonum framar og Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir hrun íslensku krónunnar hafa gert það að verkum að búgreinin komst aftur á skrið. „Gengið komst loks í það sem það átti að vera,“ segir Björn. „Verð á skinnum á heimsmarkaði fór upp og í dag erum við að fá rúmlega helmingi meira fyrir hvert skinn, eða um sjö þúsund krónur. Hvert einasta skinn fer til Danmerkur og er danska krónan okkur sérstaklega hagstæð.“ Fjöldi minka í hverju búi er að meðaltali á milli sjö og átta þúsund og veltan um 50 milljónir á ári. „Markaðurinn stóð í stað í nokkur ár, en er loksins núna að taka við sér,“ segir Björn. „Útlendingar eru að fá nasaþef af greininni og einnig erum við farin að fá óvenju mikið af fyrirspurnum frá Íslendingum.“ Björn segir skilyrði á Íslandi vera kjörin fyrir iðnina og úrgangurinn úr dýrunum, sem er vandamál í mörgum öðrum löndum, kjörinn áburður á landið. „Hér er ódýr orka, auðveldur aðgangur á hreinu landi, gott loftslag fyrir dýrin og gott hráefni,“ segir hann. „Þetta er að vissu leyti angi af þekkingariðnaði. Við erum að nýta þekkingu og látum ekkert ráðast af tilviljunum.“ Strangar reglur eru um aðbúnað dýranna og segir Björn mikilvægt að aðstæður í búunum séu þannig að hver sem er geti komið inn hvenær sem er og fullyrt að hlutirnir séu í lagi. Hann hefur verið formaður SÍL í ellefu ár og ekki hefur nein kvörtun borist á þeim tíma. „Þessar nýju reglur voru settar að okkar frumkvæði. Við Íslendingar erum vanir því að búa í sátt og samlyndi við náttúruna og við reynum að búa eins vel að þessum dýrum og við getum. Okkar afkoma byggist á því að þeim líði sem best.“ Björn segir aðstæður dýranna vera mun lakari víða erlendis heldur en á Norðurlöndunum og að alþjóðasamtök fylgist grannt með þróun mála. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira