Mótmælendur safna fé fyrir bágstadda SB skrifar 19. júlí 2010 14:02 Kristín Snæfell Arnþórsdóttir mótmælandi er einn af forsvarmönnum söfnunarinnar. Hópur fólks hefur tekið sig saman undir nafninu Sumarhjálp og ætlar að safna pening fyrir bágstadda borgarbúa. Forsvarsmaður söfnunarinnar er Helga Þórðardóttir, sem var oddviti Frjálslynda flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. „Þetta er algjörlega ópólitísk söfnun. Við erum í miklum tengslum við grasrótina og okkur misbauð hreinlega ástandið sem er í þessum málum," segir Helga sem segir hópinn hafa jafnramt staðið að mótmælunum gegn AGS á dögunum auk þess sem hann sé velt tengdur grasrótinni og Alþingi Götunnar. Ásamt henni er Björg Sigurðardóttir sem einnig er í Frjálslynda flokknum og Gunnar Skúli Ármannsson, bloggari og eiginmaður Helgu.Helga Þórðardóttir var oddviti Frjálslynda flokksins í borgarstjórnarkosningunum en starfar nú í grasrótinni.Hópurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem gefið er upp reikningsnúmer og kennitala. Í tilkynningunni segir að enginn eigi að þurfa að svelta á Íslandi í dag. Fólk er hvatt til að sækja um styrk frá hópnum og tilgreina ástæður þess af hverju það þurfi á styrknum að halda. „Við erum svo fimm manna hópur sem munum fara yfir umsóknirnar ásamt Þórhalli Heimissyni presti og velja hverjir fá munu styrk." Sumarhjálp nýtur aðstoðar fyrirtækisins Öflun við framkvæmd söfnunarinnar. Í forsvari fyrir öflun er mótmælandinn frægi Kristín Snæfell Arnþórsdóttir. Hún segir Öflun vera rótgróið fyrirtæki með kennitölu frá 1995 sem sérhæfi sig í hjálpar- og líknarstarfsemi. Eina sem fyrirtækið taki fyrir þjónustuna sé gjald fyrir símkostnaði. „Öflun tekur heilshugar þátt í þessu. Það er alvarlegt ástand í samfélaginu. Maður er búin að vera heyra í fólki og margir hafa það hræðilegt og sitja svo sannarlega ekki brosandi í sólinni niðri á Austurvelli," segir Kristín sem fór mikinn í mótmælum gegn AGS og ríkisstjórninni fyrir skömmu. „Ég henti eggjum og öðru í stjórnarráðið og skrifstofu AGS. Ég var svo hrædd að ég titraði en þeir handtóku mig ekki." Kristín hvetur fólk til að hafa samband sem fyrst til að sjóðurinn getir byrjað að veita peningastyrki. Kennitala og reikningsnúmer Sumarhjálpar: 0313 - 13 - 131313 /550710-0720 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Hópur fólks hefur tekið sig saman undir nafninu Sumarhjálp og ætlar að safna pening fyrir bágstadda borgarbúa. Forsvarsmaður söfnunarinnar er Helga Þórðardóttir, sem var oddviti Frjálslynda flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. „Þetta er algjörlega ópólitísk söfnun. Við erum í miklum tengslum við grasrótina og okkur misbauð hreinlega ástandið sem er í þessum málum," segir Helga sem segir hópinn hafa jafnramt staðið að mótmælunum gegn AGS á dögunum auk þess sem hann sé velt tengdur grasrótinni og Alþingi Götunnar. Ásamt henni er Björg Sigurðardóttir sem einnig er í Frjálslynda flokknum og Gunnar Skúli Ármannsson, bloggari og eiginmaður Helgu.Helga Þórðardóttir var oddviti Frjálslynda flokksins í borgarstjórnarkosningunum en starfar nú í grasrótinni.Hópurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem gefið er upp reikningsnúmer og kennitala. Í tilkynningunni segir að enginn eigi að þurfa að svelta á Íslandi í dag. Fólk er hvatt til að sækja um styrk frá hópnum og tilgreina ástæður þess af hverju það þurfi á styrknum að halda. „Við erum svo fimm manna hópur sem munum fara yfir umsóknirnar ásamt Þórhalli Heimissyni presti og velja hverjir fá munu styrk." Sumarhjálp nýtur aðstoðar fyrirtækisins Öflun við framkvæmd söfnunarinnar. Í forsvari fyrir öflun er mótmælandinn frægi Kristín Snæfell Arnþórsdóttir. Hún segir Öflun vera rótgróið fyrirtæki með kennitölu frá 1995 sem sérhæfi sig í hjálpar- og líknarstarfsemi. Eina sem fyrirtækið taki fyrir þjónustuna sé gjald fyrir símkostnaði. „Öflun tekur heilshugar þátt í þessu. Það er alvarlegt ástand í samfélaginu. Maður er búin að vera heyra í fólki og margir hafa það hræðilegt og sitja svo sannarlega ekki brosandi í sólinni niðri á Austurvelli," segir Kristín sem fór mikinn í mótmælum gegn AGS og ríkisstjórninni fyrir skömmu. „Ég henti eggjum og öðru í stjórnarráðið og skrifstofu AGS. Ég var svo hrædd að ég titraði en þeir handtóku mig ekki." Kristín hvetur fólk til að hafa samband sem fyrst til að sjóðurinn getir byrjað að veita peningastyrki. Kennitala og reikningsnúmer Sumarhjálpar: 0313 - 13 - 131313 /550710-0720
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira