Innlent

Handtekinn eftir ofsaakstur

Ökumaðurinn var handtekinn fyrir utan Metró við hlið turnsins á Smáratorgi.
Ökumaðurinn var handtekinn fyrir utan Metró við hlið turnsins á Smáratorgi.

Ökumaður var handtekinn nú fyrir skömmu við Smáratorg en lögreglan hafði veitt honum eftirför alla leið frá Gullinbrú. Fjöldi lögreglubíla var á Smáratorgi nú fyrir skömmu þar sem ökumaðurinn hafði verið króaður af.

Sjónarvottur sagði bílinn hafa komið frá Reykjanesbrautinni niður aðreinina og tekið hringinn undir brúnna og inn á planið milli Arion banka og Metró. Lögreglan fylgdi á eftir. Bíllinn sem lögreglan veitti eftirför var blár fólksbíll og sagði sjónarvotturinn fleiri en einn aðila hafa verið í bílnum. Tveir lögreglubílar hafi á endanum króað hann af hjá Metró veitingastaðnum þar sem ökumaðurinn var handtekinn.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×