Fleiri fréttir

Hvalaskoðun vinsælasta afþreying ferðamanna

Hvalaskoðun er ein vinsælasta afþreying erlendra ferðmanna á Íslandi en atvinnugreinin skilar þjóðarbúinu milljörðum króna árlega. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður skellti sér í hvalaskóðun í Faxaflóa.

Hitinn yfir 24 gráður annan daginn í röð

Annan daginn í röð fer hitinn sunnanlands yfir 24°C og yfir 23°C vestanlands. Hlýjast er á Hellu eða 24,3 gráður. Á Þingvöllum er 23,9 gráður og í Hvalfirði er 23,3 gráður.

Eldur í tréi fyrir utan World Class

Eldur kom upp í tréi fyrir utan World Class í Laugardalnum rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra tók ekki nema fimm til tíu mínútur að slökkva eldinn sem var minniháttar.

Ósáttur við að allt sé lokað á háannatíma

„Þetta er háannatími og það er allt lokað af því það er sunnudagur," segir Steinar Pálmason, sem rekur gistiheimilið Álftaland á Reykhólum. Hann segist hafa tekið á móti þrjátíu Þjóðverjum í morgun en hafi ekki getað farið með þá á hlunnindasýningu sem er á svæðinu vegna þess að allt sé lokað. Hann hefur reynt að ná í sveitarstjórann í allan dag án árangurs.

Ómar Ragnarsson: Ég er ekki að brjóta nein lög

„Ég er með atvinnuflugmannsréttindi og má fljúga verkflug og það sem flug sem ég þarf í sambandi við mína kvikmyndagerð,“ segir Ómar Ragnarsson. Vefurinn AMX segir að Ómar fljúgi í leyfisleysi með ferðamenn vegna þess að hann hafi ekki réttindi sem atvinnuflugmaður. Ómar segir það alrangt.

Úthafsrækjukvóti hefur verið vannýttur

Jón Bjarnason, sjávarútvegráðherra, segir að úthafsrækjukvóti hafi verið vannýttur á síðustu árum og því þurfi að skoða aðrar leiðir til að nýta stofninn. Útvegsmenn kjósi í mörgum tilfellum að nýta rækjukvóta einungis til að auka framsalsheimildir í öðrum tegundum.

Senda baráttukveðjur

Félag íslenskra flugumferðarstjóra lýsir yfir stuðningi við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og sendir því baráttukveðjur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þeir hafa sent frá sér.

Slepptu átján tonnum af vatni

Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Eldur logaði í mosa og sinu í hrauninu sunnan við Straumsvík og var mjög erfitt að komast að eldinum og því var óskað eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni.

Mikið af fólki í miðbæ Reykjavíkur

Mikið af fólki var í miðbæReykjavíkur í nótt samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nokkur erill var hjá sjúkraflutningamönnum vegna pústra og ölvunar. Lögreglan og sjúkraflutningamennirnir segja hins vegar að nóttin hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig.

Varðskip hjálpar franskri skútu

Varðskip Landhelgisgæslunnar fór í morgun að aðstoða franska seglskútu sem hafði fengið „eitthvað rusl í skrúfuna," eins og stjórnstöð orðaði það í samtali við fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum er búið að laga skrúfuna.

Tveir fullir og einn dópaður undir stýri

Nóttin var að mestu róleg hjá lögreglunni á Selfossi en tveir voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur, annar þeirra á Flúðum. Þá var einn tekinn á Skeiðarvegi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Slökkvistarf enn í fullum gangi - Þyrlan í aðalhlutverki

Enn logar talsverður eldur í gróðri sunnan við Straumsvík. Sjö slökkviliðsmenn eru á vettvangi með einn dælubíl og sexhjól. Aðgengi að svæðinu er mjög slæmt og nota slökkviliðsmenn því sexhjólið sem er með litlum vatntanki til að ferja vatn.

Æfir yfir ákvörðun sjávarútvegsráðherra

Útgerðarmenn eru æfir vegna þeirrar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar. Þeir telja að með þessu sé ráðherra að óbeint innkalla kvótaheimildir. Útgerðarmenn hafa óskað eftir fundi með ráðherra vegna málsins.

Skiptar skoðanir um kattahald í bæjarráði Kópavogs

„Ég fylgi þessu máli stíft eftir, ég lofa því. En ef ég á að vera raunsæ þá verður engin ákvörðun tekin fyrr en í september þegar að bæjarstjórn kemur aftur saman," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. En hún sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að hún myndi berjast fyrir samræmdum reglum um kattahald í bænum. Vísir hefur fjallað mikið um lausagöngu katta og villikatta.

Andrés segir ummæli Daniels Hannan „hlægileg"

Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, segir að ummæli Daniels Hannan um að hagsmunum Breta væri betur borgið í EES-samstarfinu en í Evrópusambandinu algjörlega hlægileg. Hann segir að Hannan sé eindreginn ESB-anstæðingur og setja þurfi skoðanir hans á Evrópumálum í það samhengi.

Talsverður eldur logar í gróðri sunnan við Straumsvík

Talsverður eldur logar nú í gróðri sunnan við Straumsvík. Slökkvilið er að störfum en vegna þess hversu slæmt aðgengi er að svæðinu verður þyrla Landhelgisgæslunnar notuð til að hjálpa við að slökkva eldinn.

Harður árekstur á Skeiðavegi - þrír á slysadeild

Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild í Fossvogi eftir harðan árekstur tveggja bíla sem ekið var í gagnstæða átt. Slysið varð í Skeiða- og Hrunamannavegi skammt norðan við Þjórsárdalsvegamót seinnipartinn í dag.

Ómar Ragnarsson: Orðlaus, hrærður og þakklátur

„Ég virðist hafa vitað minnst allra um einhvert óvæntasta atvik, sem mig hefur hent á lífsleiðinni, og kem af fjöllum í bókstaflegri merkingu," segir Ómar Ragnarsson á heimasíðu sinni.

Útilokar ekki að reksturinn verði boðinn út

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, útilokar ekki að rekstur Landeyjahafnar verði boðin út á næsta ári. Þangað til mun Eimskip leigja höfnina á 350 þúsund krónur á mánuði samkvæmt nýgerðu samkomulagi.

Boðað til sáttafundar

Boðað hefur verið sáttafundar í kjaradeilu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna næstkomandi miðvikudag.

15 ára unglingar í fjórhjólaslysi í Skorradal

Tveir fimmtán ára unglingar slösuðust þegar að fjórhjól valt í Skorradal á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli krakkanna eru en þau voru flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur til varúðar.

Sló brautarmet í Laugavegshlaupinu

Fyrstu hlauparar í Laugavegshlaupinu sem nú fer fram milli Landmannalauga og Þórsmerkur eru komnir í mark. Sigurvegari í karlaflokki var Þorlákur Jónsson og í kvennaflokki Helen Ólafsdóttir.

Ók á 173 kílómetra hraða á Reykjanesbraut

Ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða í dag eftir að lögreglan á Suðurnesjum mældi hann á 173 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbrautinni.

Búið að ráða nýjan bæjarstjóra á Ísafirði

Daníel Jakobsson, útibússtjóri Landsbanka Íslands að Laugarvegi 77 í Reykjavík, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Reiknað er með að Daníel komi til starfa í lok næsta mánaðar. Tuttugu og sjö einstaklingar sóttu um starf bæjarstjóra á Ísafirði. Umsóknirnar voru teknar til úrvinnslu hjá Capacent sem síðan lagði niðurstöðurnar fyrir bæjarstjórn.

Þingmönnum Vinstri grænna hótað með SMS

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna hafi verið hótað þegar að atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB fór fram í þinginu.

Herjólfur í Landeyjahöfn - myndir

Herjólfur sigldi undir miðnætti í gærkvöld í Landeyjahöfn til prófunar en reglulegar áætlunarsiglingar milli hafnarinnar og Eyja hefjast á miðvikudag í næstu viku.

Synda til Hríseyjar

Mikil fjölskyldu- og skemmtihátíð, svo kölluð Fullveldis- og skeljahátið, verður í Hrísey um helgina og er búist við góðri mætingu, en í tengslum við hátíðina var efnt til sérstaks Hríseyjarsunds.

Ýsukvóti hefur minnkað um helming

Ýsukvóti hefur minnkað um nærri helming á síðustu tveimur árum eða um rúmlega 40 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra segir rétt að draga tímabundið úr sókn í ýsu til að styrkja stofninn.

Evrópu Pride haldið í Varsjá í dag

Evrópu Pride, eða Europride, fer fram í Varsjá höfuðborg Póllands í dag, en Europride er haldið til skiptis í borgum Evrópu. Búist er við að um tuttugu þúsund manns muni taka þátt í gleðigöngu hátíðarinnar í borginni í dag en hátíðin er sótt af fjölda gesta víðs vegar að úr heiminum.

Bíll valt í Ölfusi í nótt

Bíll valt rétt við Selvogsbæina í Ölfusi um eitt leytið í nótt. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl en er ekki talinn alvarlega slasaður.

Sex gista fangageymslur í Reykjavík

Töluvert var um ölvun og eitthvað var um pústra í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrátt fyrir það segir lögreglan að nóttin hafi gengið ágætlega en sex gista nú fangageymslur vegna ölvunar og óspekta að sögn varðstjóra. Fimm voru teknir grunaðir um ölvunarakstur og þá var einn tekinn undir áhrifum fíkniefna.

OR skipt í tvennt um áramót

Orkuveitu Reykjavíkur verður skipt upp í tvö fyrirtæki fyrir áramót. Þá rennnur út margframlengdur frestur fyrirtækisins til þess að aðskilja samkeppnishluta og einkaleyfishluta fyrirtækisins í samræmi við Evrópureglur.

Stjórnvöld vilja rifta kaupum

Ríkissjóður hefur ekki efni á að ganga inn í samning um kaup Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS orku, að mati Björns Vals Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna og varaformanns fjárlaganefndar. Aðrar leiðir í málinu eru til skoðunar.

Gljúfrasteinn friðaður

Menntamálaráðherra hefur, að tillögu húsafriðunarnefndar, friðað Gljúfrastein í Mosfellsdal.

FME fékk frest frá umboðsmanni Alþingis

Fjármálaeftirlitið svaraði ekki fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um tilmæli sem FME og Seðlabankinn gáfu út í kjölfar dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán áður en frestur sem umboðsmaður setti rann út í gær.

Ummæli flokksmanna ómakleg

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður fjárlaganefndar, segir ummæli ýmissa flokksmanna hans varðandi aðgerðarleysi flokksins þegar kemur að kaupum Magma Energy á hlut í HS orku, vera röng og ómakleg. Flokkurinn hafi reynt að koma í veg fyrir kaupin.

Ísland hefur staðið við framlög til Haítí

Íslensk stjórnvöld hafa veitt 96,1 milljón króna í hjálpar- og uppbyggingarstarf á Haítí frá því að jarðskjálfti reið þar yfir fyrir rúmu hálfu ári. Þau hafa því nú þegar staðið við öll þau framlög sem lofað hafði verið, að sögn Auðuns Atlasonar, deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu.

Hefur áhrif á allt daglegt líf

„Ég held það megi orða þannig að þetta kemur til með að hafa áhrif á allt okkar daglegt líf," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum um tilkomu Landeyjahafnar.

Óráð að ljúka ekki aðildarviðræðum

Stjórnmál Breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan segir Íslendinga hafa lítið að sækja í Evrópusambandið. Hann telur jafnframt óráð að ljúka ekki aðildarviðræðunum sem hafnar eru. Hannan er staddur hér á landi og hélt erindi í gær á vegum Heimdallar.

Sjá næstu 50 fréttir