Innlent

Umferðartruflun vegna fræsingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Unnið verður að fræsingu á hringveginum frá Úlfarsfellsvegi að Hafravatnsvegi.á morgun. Vinnan hefst á milli klukkan 5 og 6 í fyrramálið og mun henni ljúka á milli klukkan 7 og 8 sama dag. Um er að ræða framkvæmdakafla frá Vesturlandsvegi frá Úlfarsfellsvegi að Hafravatnsvegi.

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni verða þrengingar meðan á framkvæmd stendur og verður tímabundin truflun á umferð. Framkvæmdakaflinn er tvær akreinar. Annar kaflinn er um 510 metra langur og hinn um 600 metrar. Unnið verður við sitt hvorn kaflann í einu. Akbrautin er með 3 akreinum. Unnið verður við sitt hvorn kaflann í einu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×