Innlent

Vilja bændur í repjuræktun

Bændur geta fengið ókeypis ráðgjöf um repjusáningu með því að senda erindi á repjuraektun@gmail.com.
Bændur geta fengið ókeypis ráðgjöf um repjusáningu með því að senda erindi á repjuraektun@gmail.com.
Þeir bændur sem áhuga hafa á að setja niður repju geta fengið til þess aðstoð og upplýsingar sér að kostnaðarlausu. Frá þessu er greint í Bændablaðinu, en þeir Björn Páll Fálki Valsson og Magnús Þórður Rúnarsson hafa unnið að verkefni um repjuræktun í vetur.

Björn Páll segir í samtali við Bændablaðið að mikill áhugi sé hjá bændum að taka þátt í verkefninu. Þeir geti fengið upplýsingar um staðarval og sáningu, svo eitthvað sé nefnt. Hann segir best að byrja með því að sá í lítil svæði til reynslu.- kóp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×