Innlent

Óformleg prufusigling

Herjólfur sigldi prufuferð í Landeyjahöfn á laugardagskvöld.
Herjólfur sigldi prufuferð í Landeyjahöfn á laugardagskvöld.
Herjólfur sigldi sína fyrstu ferð í Landeyjahöfn á laugardagskvöld en ferðin var hugsuð sem prufuferð til að ganga úr skugga um að allt væri eins og vera bæri. Formleg jómfrúarferð verður farin á þriðjudag þegar síðari sigling dagsins er farin til Landeyjahafnar en fyrri sigling þriðjudags er til Þorlákshafnar og er jafnframt sú síðasta þangað.

Fjöldi fólks beið í Landeyjahöfn þegar Herjólfur lagðist að bryggju en vegna sandfoks gátu Eyjamenn ekki fylgst með skipinu sigla frá Heimaey né var Landeyjahöfn sýnileg vegna bylsins.- jma


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×