Fleiri fréttir Bensínverð kann að hækka á næstu dögum Bensínverð hér á landi kann að hækka á næstu dögum vegna spár um fleiri fellibylji á Atlantshafi í ár, en verið hafa undanfarin fimm ár. Eftir að spáin var birt í gær hækkaði hráolíuverð á heimsmarkaði strax um tæp fjörur prósent, og er nú komið upp í rúma 74 dollara á tunnu. 28.5.2010 07:59 Rafmagnstruflanir í Reykjavík Háspennubilun varð í aðveitustöð Orkuveitunnar við Meistaravelli í Reykjavík laust upp úr klukkan fimm í morgun og varð rafmagnslaust á Seltjarnarnesi og frá Kaplaskjólsvegi að Umferðarmiðstöðinni. Bilunarinnar varð vart víða í borginni í formi rafmagnsflökts, en rafmagn komst á fyrrnefnd svæði innan hálftíma. Orkuveitan tilgreinir ekki orsakir bilunarinnar, í tilkynningu um málið. 28.5.2010 07:00 Vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum „Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir einhverjum alvöru breytingum í borginni,“ segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. 28.5.2010 06:45 D-listinn vinnur mann af Besta flokknum í borginni Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. 28.5.2010 06:30 Frumvarp um stjórnarráð kemur eftir helgi Reyna á að leggja frumvarp um breytingar á stjórnarráði fyrir Alþingi eftir helgi. Frumvarpið var rætt í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, en Vinstri græn frestuðu umræðunni fram á mánudag. Vonir standa til að frumvarpið verði að lögum á þessu þingi og breytingarnar að veruleika um áramótin. 28.5.2010 05:30 Lagalegir fyrirvarar vefjast fyrir Bretum Bjartsýnustu menn bjuggust jafnvel við fundi um Icesave-deiluna fyrir helgi, en ljóst er að það gengur ekki eftir. Það var ekki síst vegna aðkomu Svía að málinu að þær vonir vöknuðu. Þeir hafa átt í óformlegum samskiptum við Breta og Hollendinga og vonuðust sjálfir til að þáttaskil yrðu fljótlega í málinu. Sama bjartsýni ríkir ekki í íslenska stjórnkerfinu. 28.5.2010 05:00 Stöðvuðu útflutning á sjö veikum hrossum Frá því að vart varð við smitandi hósta í hrossum í byrjun apríl hafa verið flutt út til Evrópu 59 hross í þeim mánuði og 57 hross í maí. 5. maí fóru ellefu hross til Mið-Evrópu, en 8. maí fóru 46 hestar til Norðurlandanna. Sjö hestar voru teknir úr þeim hópi við útflutningsskoðun vegna gruns um sýkingu. Þetta segir Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarumdæmis. 28.5.2010 03:30 Slátruðu nítján lömbum í gámi Tveir karlmenn og ein kona hafa verið sýknuð af ólögmætri sauðfjárslátrun með því að hafa slátrað lömbum í gámi. Héraðsdómur Vesturlands kvað upp dóminn. 28.5.2010 03:00 Þórunn vonar að aðrir hugsi sinn gang Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist vonast til að afsögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur setji þrýsting á stjórnmálamenn í öðrum flokkum. 27.5.2010 22:08 Treysti á að fólk dæmi okkur af verkunum Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi segist treysta því að fólk dæmi flokkinn af verkum sínum á kjördag. Samkvæmt skoðannakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 er meirihluti Sjálfstæðisflokks og framsóknarmanna fallinn í bænum. 27.5.2010 20:06 Meirihlutinn fallinn í Kópavogi Meirihlutinn er fallinn í Kópavogi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Tvö ný framboð ná manni inn á kostnað Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 27.5.2010 18:26 Mörður inn fyrir Steinunni Valdísi Mörður Árnason er fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður og mun því taka sæti Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sagði af sér þingmennsku í dag. 27.5.2010 19:38 Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. 27.5.2010 17:34 Stefnt á að hefja hvalveiðar í kringum 17. júní Hvalur hf. undirbýr nú stórhvelaveiðar sumarsins og var hvalveiðibátur fyrirtækisins, Hvalur 8, tekinn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn nú síðdegis til botnhreinsunar. 27.5.2010 19:16 Þurfum aðstoð ef Hera vinnur Tilfinningarnar eru blendnar. Þetta segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um þá velgengni sem íslenska lagið í Eurovisjón á að fagna í Evrópu. Hann bendir á að Norðmenn hafa varið meira fé til keppninnar en því sem RÚV veltir á ári. Ef Íslands sigraði í keppninni þyrfti að leita samstarfs við önnur lönd. 27.5.2010 19:00 Braut gegn dóttur sinni og vinkonu hennar Hæstiréttur staðfesti í dag 10 mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gangvart dóttur sinni og vinkonu hennar fyrir tveimur árum. Stúlkurnar voru þá 12 ára gamlar. 27.5.2010 16:41 Hreyfingin gagnrýnir Stöð 2 harðlega Þingmenn Hreyfingarinnar mótmæla harðlega vinnubrögðum Stöðvar 2 nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en stöðin hyggst gera upp á milli framboða í Reykjavík með því að bjóða aðeins sumum framboðum að koma fram í umræðuþætti annað kvöld. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hreyfingunni sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 27.5.2010 16:22 Embættismenn ræða Icesave en ekki samninganefndir Hollendingar og Bretar hafa verið ófáanlegir til þess að setjast við samningaborðið vegna Icesave en kosningar eru nýafstaðnar í báðum löndunum. Þó eru enn þá samskipti í gangi að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. 27.5.2010 16:19 Fréttablaðskössum og lausasölustöðum fjölgar Breytingar verða gerðar á frídreifingu og lausasölu Fréttablaðsins um næstu mánaðamót. Skilin verða skerpt, þannig að blaðinu er dreift ókeypis í lúgur og svokallaða Fréttablaðskassa á kjarnadreifingarsvæði, en annars staðar verður blaðið selt á kr. 150 eintakið. 27.5.2010 16:01 Isavia semur við Félag flugmálastarfsmanna Félag flugmálastarfsmanna ríkisins samþykkti kjarasamning við Isavia / SA sem undirritaður var 7. maí sl. Já sögðu 106 eða 63,10%, nei sögðu 53 eða 31,55% og 9 skiluðu auðu eða 5,36%. 27.5.2010 15:57 Oddviti L-listans: Bíðum róleg „Við erum róleg og vitum að að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. Við bíðum því róleg eftir því hvað kemur upp úr kjörkössunum," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipar fyrsta sæti á framboðslista L-listans, lista fólksins, á Akureyri. 27.5.2010 15:36 Vegagerðin dregur stórlega úr þjónustu Þar sem fjármagn til viðhalds og þjónustu vegakerfisins verður töluvert minna en á síðustu árum er óhjákvæmilegt annað en að draga úr viðhaldi og sumarþjónustu í ár hjá Vegagerðinni. 27.5.2010 15:27 Lítið ber í milli í fráveitudeilu Hafnarfjarðar og Garðabæjar „Garðabær væntir þess að málinu ljúki með sanngjarnri niðurstöðu fyrir báða aðila eins og bærinn leitast jafnan við í samningum við sína viðskiptavini,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Garðabæjar vegna deilunnar um fráveituna sem Garðbæingar nýta sér en Hafnfirðingar borga fyrir. 27.5.2010 15:01 Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27.5.2010 14:43 Frestað að skipa í rannsóknarnefnd Reykjavíkur Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sakar meirihluta borgarstjórnar, um að draga lappirnar í skipun rannsóknarnefndar Reykjavíkurborgar sem á að skoða mál borgarinnar líkt og rannsóknarnefnd Alþingis gerði. Skipa átti í nefndina í dag en þegar hafa 30 einstaklingar sótt um starfið að sögn Þorleifs. 27.5.2010 14:37 Fékk á sig brotsjó Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði og Suðurnes í Reykjanesbæ voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag þegar tilkynning barst um að bátur hefði fengið á sig brotsjó og væri að sökkva. Báturinn var þá staddur um þremur sjómílum suðvestur af Garðskaga. Einn maður var um borð. 27.5.2010 14:14 Noti grímur vegna öskufjúks Mikið öskufjúk hefur undanfarna daga verið víða í nágrenni Eyjafjallajökuls. Verst var ástandið undir Eyjafjöllum í gær þegar skyggni var um tíma innan við 100 metrar. 27.5.2010 14:08 Vill færa réttarhöld nímenningana inn í leikhús „Við hvetjum bara fólk til þess að mæta og verða vitni af þessu áður en það fer í vinnuna,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um sérkennilegan tíma Héraðsdóms Reykjavíkur á þinghaldi yfir svokölluðum nímenningum sem hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að ráðast á Alþingi. 27.5.2010 13:43 Tilkynnt um reyk hjá Össuri Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu eftir klukkan eitt í dag tilkynning um brunalykt og reyk í húsnæði stoðtækjafyrirtækisins Össurar á Grjóthálsi 5. Dælu- og sjúkrabílar voru sendir á vettvang og slökkviliðsmenn ekki orðið vart við eld. 27.5.2010 13:09 Réðst á ungling vopnaður hafnaboltakylfu Fullorðinn karlmaður réðist á táningspilt vopnaður hafnaboltakylfu á leiksvæði á Egilsstöðum um helgina samkvæmt fréttavef Austurgluggans, agl.is. Þar segir að árásin hafi verið kærð til lögreglunnar. 27.5.2010 13:03 Losna úr farbanni á morgun Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson, Ingólfur Helgason og Steingrímur Kárason, fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi, losna allir úr farbanni á morgun. 27.5.2010 12:20 Best að ljúka Icesave málinu við samningaborðið Fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni taka til varna vegna áminningar ESA. Vænlegast sé þó að ljúka Icesave málinu við samningaborðið, ef ásættanleg niðurstaða fáist. Ákveðin áhætta felist í því ef málið fer fyrir EFTA dómstólinn. 27.5.2010 12:05 Jón birtir svörin á íslensku Svör sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við spurningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um sjávarútvegsmál í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB hafa verið þýdd yfir á íslensku í samræmi við ákvörðun Jón Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 27.5.2010 11:39 Framboðsfundur í Hafnarfirði í kvöld Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram til bæjarstjórnar í Hafnarfirði boða til sameiginlegs framboðsfundar í Hafnarborg í kvöld. Talsmenn flokkanna verða með framsögu og svara síðan fyrirspurnum áheyrenda í sal. 27.5.2010 11:34 Aðgerðir gegn akstri utan vega Umhverfisráðuneytið hefur unnið aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega til þriggja ára, undir heitinu Ávallt á vegi. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, kynnir áætlunina í dag. 27.5.2010 10:55 Samfylkingin auglýsir mest Mikill munur er á auglýsingakostnaði stjórnmálaflokkanna vegna sveitarstjórnarkosninganna næstkomandi laugardag. Samfylkingin ver mestu fé en Framsóknarflokkurinn minnstu. 27.5.2010 10:35 Ásta Ragnheiður hittir varaforseta Bandaríkjanna Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, fer á morgun til Washington ásamt þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til fundar við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjanna. 27.5.2010 09:14 Stálu peningum úr sjóðsvél Brotist var inn í matsölustað við Suðurlandsbraut í nótt og þaðan stolið peningum úr sjóðsvél. Þjófurinn braut rúðu í útihurð til að komast inn og komst undan áður en lögreglan kom á vettvang.- 27.5.2010 08:19 Yfirlýsingu um goslok frestað framyfir helgi Opinberri yfirlýsingu um að gosinu í Eyjafjallajökli sé lokið verður frestað fram yfir helgi, samkvæmt ákvörðun, sem tekin var á samráðsfundi Almannavarna og visindamanna í gær. 27.5.2010 08:03 Stöðvaður á 160 kílómetra hraða Ungur ökumaður var stöðvaður á Hellisheiði í gærkvöldi eftir að lögreglumenn höfðu mælt bíl hans á tæplega 160 kílómetra hraða. Hann verður sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði, fær þrjá punkta í ökuferisskrána og þarf að greiða 140 þúsund krónur í sekt. Tveir aðrir voru stöðvaðir skömmu síðar, báðir á 135 kílómetra hraða.- 27.5.2010 07:58 Flestir vilja Hönnu Birnu í borgarstjórastólinn Flestir Reykvíkingar, eða rösklega 41 prósent, vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði áfram borgarstjóri, samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins. Heldur fleiri konur styðja Hönnu Birnu en karlar. 27.5.2010 07:04 Tap í apríl 1,5 milljarðar króna Talið er að ferðaþjónustan hafi orðið af einum og hálfum milljarði króna í apríl vegna áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli á flug. Tölur fyrir maímánuð liggja ekki fyrir. 27.5.2010 06:00 Beittu garðklippum á fingur manns Þrír menn hafa verið dæmdir til fangelsisrefsingar fyrir brot gegn frjálsræði, líkamsárás og tilraun til fjárkúgunar. Einn þeirra var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, annar í tuttugu mánuði og sá þriðji í fimm mánaða fangelsi. 27.5.2010 06:00 Þarf mögulega lengri tíma Ráðherrarnir þrír, sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hafa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, frest til 8. júní til að senda þingmannanefnd um málið skýrslu. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, vildi ekki staðfesta tímasetninguna, en sagði athugasemdafrestinn dæmi um gagnsæja stjórnsýslu nefndarinnar. 27.5.2010 05:45 Þinghald á óvenjulegum tíma Þinghald yfir nímenningunum, sem ákærðir hafa verið fyrir innrás á Alþingi í búsáhaldabyltingunni í desember 2008, hefur verið boðað 29. júní klukkan hálf níu. Ragnar Aðalsteinsson, einn verjenda nímenninganna, kveðst aldrei fyrr hafa verið boðaður til þinghalds klukkan 8.30, hvorki í Héraðsdómi Reykjavíkur né Bæjarþingi Reykjavíkur þar áður. 27.5.2010 05:45 Sjá næstu 50 fréttir
Bensínverð kann að hækka á næstu dögum Bensínverð hér á landi kann að hækka á næstu dögum vegna spár um fleiri fellibylji á Atlantshafi í ár, en verið hafa undanfarin fimm ár. Eftir að spáin var birt í gær hækkaði hráolíuverð á heimsmarkaði strax um tæp fjörur prósent, og er nú komið upp í rúma 74 dollara á tunnu. 28.5.2010 07:59
Rafmagnstruflanir í Reykjavík Háspennubilun varð í aðveitustöð Orkuveitunnar við Meistaravelli í Reykjavík laust upp úr klukkan fimm í morgun og varð rafmagnslaust á Seltjarnarnesi og frá Kaplaskjólsvegi að Umferðarmiðstöðinni. Bilunarinnar varð vart víða í borginni í formi rafmagnsflökts, en rafmagn komst á fyrrnefnd svæði innan hálftíma. Orkuveitan tilgreinir ekki orsakir bilunarinnar, í tilkynningu um málið. 28.5.2010 07:00
Vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum „Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir einhverjum alvöru breytingum í borginni,“ segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. 28.5.2010 06:45
D-listinn vinnur mann af Besta flokknum í borginni Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. 28.5.2010 06:30
Frumvarp um stjórnarráð kemur eftir helgi Reyna á að leggja frumvarp um breytingar á stjórnarráði fyrir Alþingi eftir helgi. Frumvarpið var rætt í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, en Vinstri græn frestuðu umræðunni fram á mánudag. Vonir standa til að frumvarpið verði að lögum á þessu þingi og breytingarnar að veruleika um áramótin. 28.5.2010 05:30
Lagalegir fyrirvarar vefjast fyrir Bretum Bjartsýnustu menn bjuggust jafnvel við fundi um Icesave-deiluna fyrir helgi, en ljóst er að það gengur ekki eftir. Það var ekki síst vegna aðkomu Svía að málinu að þær vonir vöknuðu. Þeir hafa átt í óformlegum samskiptum við Breta og Hollendinga og vonuðust sjálfir til að þáttaskil yrðu fljótlega í málinu. Sama bjartsýni ríkir ekki í íslenska stjórnkerfinu. 28.5.2010 05:00
Stöðvuðu útflutning á sjö veikum hrossum Frá því að vart varð við smitandi hósta í hrossum í byrjun apríl hafa verið flutt út til Evrópu 59 hross í þeim mánuði og 57 hross í maí. 5. maí fóru ellefu hross til Mið-Evrópu, en 8. maí fóru 46 hestar til Norðurlandanna. Sjö hestar voru teknir úr þeim hópi við útflutningsskoðun vegna gruns um sýkingu. Þetta segir Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarumdæmis. 28.5.2010 03:30
Slátruðu nítján lömbum í gámi Tveir karlmenn og ein kona hafa verið sýknuð af ólögmætri sauðfjárslátrun með því að hafa slátrað lömbum í gámi. Héraðsdómur Vesturlands kvað upp dóminn. 28.5.2010 03:00
Þórunn vonar að aðrir hugsi sinn gang Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist vonast til að afsögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur setji þrýsting á stjórnmálamenn í öðrum flokkum. 27.5.2010 22:08
Treysti á að fólk dæmi okkur af verkunum Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi segist treysta því að fólk dæmi flokkinn af verkum sínum á kjördag. Samkvæmt skoðannakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 er meirihluti Sjálfstæðisflokks og framsóknarmanna fallinn í bænum. 27.5.2010 20:06
Meirihlutinn fallinn í Kópavogi Meirihlutinn er fallinn í Kópavogi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Tvö ný framboð ná manni inn á kostnað Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 27.5.2010 18:26
Mörður inn fyrir Steinunni Valdísi Mörður Árnason er fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður og mun því taka sæti Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sagði af sér þingmennsku í dag. 27.5.2010 19:38
Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. 27.5.2010 17:34
Stefnt á að hefja hvalveiðar í kringum 17. júní Hvalur hf. undirbýr nú stórhvelaveiðar sumarsins og var hvalveiðibátur fyrirtækisins, Hvalur 8, tekinn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn nú síðdegis til botnhreinsunar. 27.5.2010 19:16
Þurfum aðstoð ef Hera vinnur Tilfinningarnar eru blendnar. Þetta segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um þá velgengni sem íslenska lagið í Eurovisjón á að fagna í Evrópu. Hann bendir á að Norðmenn hafa varið meira fé til keppninnar en því sem RÚV veltir á ári. Ef Íslands sigraði í keppninni þyrfti að leita samstarfs við önnur lönd. 27.5.2010 19:00
Braut gegn dóttur sinni og vinkonu hennar Hæstiréttur staðfesti í dag 10 mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gangvart dóttur sinni og vinkonu hennar fyrir tveimur árum. Stúlkurnar voru þá 12 ára gamlar. 27.5.2010 16:41
Hreyfingin gagnrýnir Stöð 2 harðlega Þingmenn Hreyfingarinnar mótmæla harðlega vinnubrögðum Stöðvar 2 nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en stöðin hyggst gera upp á milli framboða í Reykjavík með því að bjóða aðeins sumum framboðum að koma fram í umræðuþætti annað kvöld. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hreyfingunni sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 27.5.2010 16:22
Embættismenn ræða Icesave en ekki samninganefndir Hollendingar og Bretar hafa verið ófáanlegir til þess að setjast við samningaborðið vegna Icesave en kosningar eru nýafstaðnar í báðum löndunum. Þó eru enn þá samskipti í gangi að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. 27.5.2010 16:19
Fréttablaðskössum og lausasölustöðum fjölgar Breytingar verða gerðar á frídreifingu og lausasölu Fréttablaðsins um næstu mánaðamót. Skilin verða skerpt, þannig að blaðinu er dreift ókeypis í lúgur og svokallaða Fréttablaðskassa á kjarnadreifingarsvæði, en annars staðar verður blaðið selt á kr. 150 eintakið. 27.5.2010 16:01
Isavia semur við Félag flugmálastarfsmanna Félag flugmálastarfsmanna ríkisins samþykkti kjarasamning við Isavia / SA sem undirritaður var 7. maí sl. Já sögðu 106 eða 63,10%, nei sögðu 53 eða 31,55% og 9 skiluðu auðu eða 5,36%. 27.5.2010 15:57
Oddviti L-listans: Bíðum róleg „Við erum róleg og vitum að að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. Við bíðum því róleg eftir því hvað kemur upp úr kjörkössunum," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipar fyrsta sæti á framboðslista L-listans, lista fólksins, á Akureyri. 27.5.2010 15:36
Vegagerðin dregur stórlega úr þjónustu Þar sem fjármagn til viðhalds og þjónustu vegakerfisins verður töluvert minna en á síðustu árum er óhjákvæmilegt annað en að draga úr viðhaldi og sumarþjónustu í ár hjá Vegagerðinni. 27.5.2010 15:27
Lítið ber í milli í fráveitudeilu Hafnarfjarðar og Garðabæjar „Garðabær væntir þess að málinu ljúki með sanngjarnri niðurstöðu fyrir báða aðila eins og bærinn leitast jafnan við í samningum við sína viðskiptavini,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Garðabæjar vegna deilunnar um fráveituna sem Garðbæingar nýta sér en Hafnfirðingar borga fyrir. 27.5.2010 15:01
Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27.5.2010 14:43
Frestað að skipa í rannsóknarnefnd Reykjavíkur Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sakar meirihluta borgarstjórnar, um að draga lappirnar í skipun rannsóknarnefndar Reykjavíkurborgar sem á að skoða mál borgarinnar líkt og rannsóknarnefnd Alþingis gerði. Skipa átti í nefndina í dag en þegar hafa 30 einstaklingar sótt um starfið að sögn Þorleifs. 27.5.2010 14:37
Fékk á sig brotsjó Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði og Suðurnes í Reykjanesbæ voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag þegar tilkynning barst um að bátur hefði fengið á sig brotsjó og væri að sökkva. Báturinn var þá staddur um þremur sjómílum suðvestur af Garðskaga. Einn maður var um borð. 27.5.2010 14:14
Noti grímur vegna öskufjúks Mikið öskufjúk hefur undanfarna daga verið víða í nágrenni Eyjafjallajökuls. Verst var ástandið undir Eyjafjöllum í gær þegar skyggni var um tíma innan við 100 metrar. 27.5.2010 14:08
Vill færa réttarhöld nímenningana inn í leikhús „Við hvetjum bara fólk til þess að mæta og verða vitni af þessu áður en það fer í vinnuna,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um sérkennilegan tíma Héraðsdóms Reykjavíkur á þinghaldi yfir svokölluðum nímenningum sem hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að ráðast á Alþingi. 27.5.2010 13:43
Tilkynnt um reyk hjá Össuri Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu eftir klukkan eitt í dag tilkynning um brunalykt og reyk í húsnæði stoðtækjafyrirtækisins Össurar á Grjóthálsi 5. Dælu- og sjúkrabílar voru sendir á vettvang og slökkviliðsmenn ekki orðið vart við eld. 27.5.2010 13:09
Réðst á ungling vopnaður hafnaboltakylfu Fullorðinn karlmaður réðist á táningspilt vopnaður hafnaboltakylfu á leiksvæði á Egilsstöðum um helgina samkvæmt fréttavef Austurgluggans, agl.is. Þar segir að árásin hafi verið kærð til lögreglunnar. 27.5.2010 13:03
Losna úr farbanni á morgun Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson, Ingólfur Helgason og Steingrímur Kárason, fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi, losna allir úr farbanni á morgun. 27.5.2010 12:20
Best að ljúka Icesave málinu við samningaborðið Fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni taka til varna vegna áminningar ESA. Vænlegast sé þó að ljúka Icesave málinu við samningaborðið, ef ásættanleg niðurstaða fáist. Ákveðin áhætta felist í því ef málið fer fyrir EFTA dómstólinn. 27.5.2010 12:05
Jón birtir svörin á íslensku Svör sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við spurningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um sjávarútvegsmál í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB hafa verið þýdd yfir á íslensku í samræmi við ákvörðun Jón Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 27.5.2010 11:39
Framboðsfundur í Hafnarfirði í kvöld Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram til bæjarstjórnar í Hafnarfirði boða til sameiginlegs framboðsfundar í Hafnarborg í kvöld. Talsmenn flokkanna verða með framsögu og svara síðan fyrirspurnum áheyrenda í sal. 27.5.2010 11:34
Aðgerðir gegn akstri utan vega Umhverfisráðuneytið hefur unnið aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega til þriggja ára, undir heitinu Ávallt á vegi. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, kynnir áætlunina í dag. 27.5.2010 10:55
Samfylkingin auglýsir mest Mikill munur er á auglýsingakostnaði stjórnmálaflokkanna vegna sveitarstjórnarkosninganna næstkomandi laugardag. Samfylkingin ver mestu fé en Framsóknarflokkurinn minnstu. 27.5.2010 10:35
Ásta Ragnheiður hittir varaforseta Bandaríkjanna Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, fer á morgun til Washington ásamt þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til fundar við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjanna. 27.5.2010 09:14
Stálu peningum úr sjóðsvél Brotist var inn í matsölustað við Suðurlandsbraut í nótt og þaðan stolið peningum úr sjóðsvél. Þjófurinn braut rúðu í útihurð til að komast inn og komst undan áður en lögreglan kom á vettvang.- 27.5.2010 08:19
Yfirlýsingu um goslok frestað framyfir helgi Opinberri yfirlýsingu um að gosinu í Eyjafjallajökli sé lokið verður frestað fram yfir helgi, samkvæmt ákvörðun, sem tekin var á samráðsfundi Almannavarna og visindamanna í gær. 27.5.2010 08:03
Stöðvaður á 160 kílómetra hraða Ungur ökumaður var stöðvaður á Hellisheiði í gærkvöldi eftir að lögreglumenn höfðu mælt bíl hans á tæplega 160 kílómetra hraða. Hann verður sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði, fær þrjá punkta í ökuferisskrána og þarf að greiða 140 þúsund krónur í sekt. Tveir aðrir voru stöðvaðir skömmu síðar, báðir á 135 kílómetra hraða.- 27.5.2010 07:58
Flestir vilja Hönnu Birnu í borgarstjórastólinn Flestir Reykvíkingar, eða rösklega 41 prósent, vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði áfram borgarstjóri, samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins. Heldur fleiri konur styðja Hönnu Birnu en karlar. 27.5.2010 07:04
Tap í apríl 1,5 milljarðar króna Talið er að ferðaþjónustan hafi orðið af einum og hálfum milljarði króna í apríl vegna áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli á flug. Tölur fyrir maímánuð liggja ekki fyrir. 27.5.2010 06:00
Beittu garðklippum á fingur manns Þrír menn hafa verið dæmdir til fangelsisrefsingar fyrir brot gegn frjálsræði, líkamsárás og tilraun til fjárkúgunar. Einn þeirra var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, annar í tuttugu mánuði og sá þriðji í fimm mánaða fangelsi. 27.5.2010 06:00
Þarf mögulega lengri tíma Ráðherrarnir þrír, sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hafa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, frest til 8. júní til að senda þingmannanefnd um málið skýrslu. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, vildi ekki staðfesta tímasetninguna, en sagði athugasemdafrestinn dæmi um gagnsæja stjórnsýslu nefndarinnar. 27.5.2010 05:45
Þinghald á óvenjulegum tíma Þinghald yfir nímenningunum, sem ákærðir hafa verið fyrir innrás á Alþingi í búsáhaldabyltingunni í desember 2008, hefur verið boðað 29. júní klukkan hálf níu. Ragnar Aðalsteinsson, einn verjenda nímenninganna, kveðst aldrei fyrr hafa verið boðaður til þinghalds klukkan 8.30, hvorki í Héraðsdómi Reykjavíkur né Bæjarþingi Reykjavíkur þar áður. 27.5.2010 05:45