Innlent

Beittu garðklippum á fingur manns

Þrír voru í gær dæmdir fyrir að pynta mann með garðklippum.
Þrír voru í gær dæmdir fyrir að pynta mann með garðklippum.

Þrír menn hafa verið dæmdir til fangelsisrefsingar fyrir brot gegn frjálsræði, líkamsárás og tilraun til fjárkúgunar. Einn þeirra var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, annar í tuttugu mánuði og sá þriðji í fimm mánaða fangelsi.

Tveir mannanna voru sakfelldir fyrir alla ákæruliðina sem að ofan greinir. Þriðji maðurinn var sakfelldur fyrir allt nema líkamsárás.

Mönnunum var gefið að sök að hafa í mars 2009 svipt mann í Reykjavík frelsi sínu. Þeir leiddu hann nauðugan að bifreið og ýttu honum í farangursrými hennar. Einn mannanna ók síðan í Öskjuhlíð á meðan hinir kýldu hinn frelsissvipta ítrekað í andlitið.

Í Öskuhlíð tóku þremenningarnir manninn úr bílnum og misþyrmdu honum með höggum og spörkum. Einn þeirra sló hann með steini og annar klippti með garðklippum í litla fingur annarrar handar hans.

Enn fremur létu mennirnir fórnarlambið hringja í systur sína. Þeir hótuðu henni að beita bróðurinn frekara ofbeldi ef hún borgaði þeim ekki hálfa milljón. Þeir skildu manninn svo lemstraðan eftir við slysadeild Landspítala.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×