Innlent

Aðgerðir gegn akstri utan vega

Markmið átaksins er að draga úr náttúruspjöllum af völdum utanvegaakstri. Lagt verður í aukna vinnu á næstu árum til að sporna gegn akstri utan vega.
Markmið átaksins er að draga úr náttúruspjöllum af völdum utanvegaakstri. Lagt verður í aukna vinnu á næstu árum til að sporna gegn akstri utan vega.
Umhverfisráðuneytið hefur unnið aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega til þriggja ára, undir heitinu Ávallt á vegi. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, kynnir áætlunina formlega í dag.

Akstur utan vega virðist vera vaxandi vandamál á Íslandi, að mati ráðuneytisins. „Margbrotin náttúra Íslands, sem er lítt snortin miðað við mörg þéttbýlli ríki, er eitt helsta aðdráttarafl þeirra sem ferðast um landið. Landið er víða viðkvæmt fyrir ágangi og gáleysislegur akstur getur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að jafna sig," segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Markmið átaksins er að draga úr náttúruspjöllum af völdum utanvegaakstri. Lagt verður í aukna vinnu á næstu árum til að sporna gegn akstri utan vega, m.a. með eftirfarandi aðgerðum:

- Lagaramminn verður endurskoðaður og gerður skýrari

- Merking leiða utan hins hefðbundna vegakerfis verður bætt

- Ráðist verður í lagfæringar á skemmdum

- Löglegir vegir verða rétt skráðir á opinberum kortagrunnum, sem auðvelt verður að nálgast

- Unnið verður að lokun ósamþykktra slóða

- Leitað verður leiða til að bæta aðstöðu fyrir vélhjólafólk og akstursíþróttir

- Eftirlit verður hert, sérstaklega á viðkvæmum svæðum

- Átak verður gert í fræðslu, m.a. fyrir unga ökumenn og ferðamenn

- Unnið verður með ferðaþjónustu og útivistarhópum til að skapa aukna sátt um umferð útivistarfólks




Fleiri fréttir

Sjá meira


×