Innlent

Ásta Ragnheiður hittir varaforseta Bandaríkjanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mun hitta Joe Biden. Mynd/ Vilhelm.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mun hitta Joe Biden. Mynd/ Vilhelm.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, fer á morgun til Washington ásamt þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til fundar við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjanna.

Gert er ráð fyrir að þingforsetarnir hitti Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna og forseta öldungadeildarinnar, Howard Berman, formann utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar, og aðra fulltrúa nefndarinnar. Þá munu þingforsetarnir taka þátt í pallborðsumræðum hjá stofnuninni „Centre for Strategic and International Studies" í Washington, eftir því sem fram kemur á vef Alþingis.

Fundurinn er haldinn í framhaldi af fyrri fundum þingforsetanna með forseta fulltrúadeildarinnar, með það að markmiði að efla tengsl við Bandaríkjaþing og ræða sameiginleg málefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×