Innlent

Mörður inn fyrir Steinunni Valdísi

Mörður Árnason.
Mörður Árnason.

Mörður Árnason er fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður og mun því væntanlega taka sæti Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sagði af sér þingmennsku í dag.

Mörður sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2003 til 2007.

Næstur á framboðslistanum er síðan Baldur Þórhallsson prófessor og verður hann því fyrsti varamaður flokksins þegar Steinunn hefur formlega sagt af sér, en það hyggst hún gera á mánudaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×