Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku 27. maí 2010 17:34 Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Steinunn sendi frá sér segir að nú sé komið að leiðarlokum. Hún mun afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf sitt þegar þing kemur saman næstkomandi mánudag. „Ástæður þess mega öllum vera ljósar," segir Steinunn en hún hefur legið undir ámæli fyrir að þiggja háa styrki frá fyrirtækjum til þess að fjármagna prófkjörsbaráttur sínar árið 2006. Nú biður hún kjósendur sína afsökunar á því að hafa hagað kosningabaráttu sinni með þessum hætti og segist hún sjá eftir því að hafa gert það. „Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar. Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar í þeirri von að kraftar okkar allra beinist fyrst og fremst að uppbyggingu réttláts samfélags," segir Steinunn Valdís í lok tilkynningarinnar sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing Steinunnar Valdísar:Kæru umbjóðendur, nú er komið að leiðarlokum. Ég hef ákveðið að segja af mér sem þingmaður Reykvíkinga og þegar þing kemur saman á ný á mánudag mun ég afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf mitt. Ástæður þess mega öllum vera ljósar. Ég tel einfaldlega að umræða um fjármögnun kosningabaráttu minnar í tveimur prófkjörum til borgar og þings árið 2006 og vangaveltur um eðli hennar yfirgnæfi öll mín störf á þingi og geri mér því ókleift að rækja skyldur mínar sem bæri. Litlu breytir hvort ásakanir um mútur eða spillingu eiga við rök að styðjast. Sjálf veit ég hvað satt er í þeim efnum og áhugasömum er í lófa lagið að fletta upp í fundargerðum afstöðu minni til erindisrekstrar meintra fjármagnseigenda á þessum tíma, þar sem ég á annað borð hafði einhverja aðkomu sem fulltrúi almennings. Það er skýrastur vitnisburður um hverra hagsmuna ég hef gætt. Í hjarta mínu get ég því ekki beðist afsökunar á að hafa gerst sek um siðspillingu með því að sækjast eftir og fá fjárstyrk frá þessum aðilum á þessum tíma. Hversu mjög sem tíðarandinn mótar ákvarðanir hvert sinn hefði ég hins vegar mátt vita á sínum tíma að trausti umbjóðenda minna á mínum störfum væri mögulega teflt í tvísýnu með því að sækja fjármagn til fyrirtækja. Gildir þá einu hversu góður hugur lá þar að baki eða hversu vel ég sjálf treysti dómgreind minni og heiðarleika í framhaldinu eða hverslags ljósi er brugðið á veruleikann sem var. Undan því kemst ég ekki og undan því skal ég ekki víkja mér. Ég bið kjósendur afsökunar á að hafa hagað kosningabaráttu minni með þessum hætti og sé eftir að hafa gert það. Málstaður okkar og baráttumál eru heil og sönn og fyrir þetta hafa þau liðið. Ég vil einnig biðjast velvirðingar á að hafa ekki gert þessa ákvörðun mína opinbera fyrr. Verð ég að játa að persónulegt stolt réði þar miklu, ég kærði mig ekki um að tilkynna þetta undir hrópum um óheiðarleika, siðspillingu og mútuþægni. Vildi fá að velja réttan tíma. Réttur tími kemur hins vegar aldrei og hversu mjög sem ég kynni að óska þess eru litlar líkur á að njóta ýtrasta sannmælis. Enda er það aukaatriði. Aðalatriðið er að gera þær umbætur í samfélaginu sem líklegar eru til að lækna sárin sem hrunið hefur valdið okkur. Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar. Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar í þeirri von að kraftar okkar allra beinist fyrst og fremst að uppbyggingu réttláts samfélags. Með sumarkveðju, Steinunn Valdís Óskarsdóttir Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Steinunn sendi frá sér segir að nú sé komið að leiðarlokum. Hún mun afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf sitt þegar þing kemur saman næstkomandi mánudag. „Ástæður þess mega öllum vera ljósar," segir Steinunn en hún hefur legið undir ámæli fyrir að þiggja háa styrki frá fyrirtækjum til þess að fjármagna prófkjörsbaráttur sínar árið 2006. Nú biður hún kjósendur sína afsökunar á því að hafa hagað kosningabaráttu sinni með þessum hætti og segist hún sjá eftir því að hafa gert það. „Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar. Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar í þeirri von að kraftar okkar allra beinist fyrst og fremst að uppbyggingu réttláts samfélags," segir Steinunn Valdís í lok tilkynningarinnar sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing Steinunnar Valdísar:Kæru umbjóðendur, nú er komið að leiðarlokum. Ég hef ákveðið að segja af mér sem þingmaður Reykvíkinga og þegar þing kemur saman á ný á mánudag mun ég afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf mitt. Ástæður þess mega öllum vera ljósar. Ég tel einfaldlega að umræða um fjármögnun kosningabaráttu minnar í tveimur prófkjörum til borgar og þings árið 2006 og vangaveltur um eðli hennar yfirgnæfi öll mín störf á þingi og geri mér því ókleift að rækja skyldur mínar sem bæri. Litlu breytir hvort ásakanir um mútur eða spillingu eiga við rök að styðjast. Sjálf veit ég hvað satt er í þeim efnum og áhugasömum er í lófa lagið að fletta upp í fundargerðum afstöðu minni til erindisrekstrar meintra fjármagnseigenda á þessum tíma, þar sem ég á annað borð hafði einhverja aðkomu sem fulltrúi almennings. Það er skýrastur vitnisburður um hverra hagsmuna ég hef gætt. Í hjarta mínu get ég því ekki beðist afsökunar á að hafa gerst sek um siðspillingu með því að sækjast eftir og fá fjárstyrk frá þessum aðilum á þessum tíma. Hversu mjög sem tíðarandinn mótar ákvarðanir hvert sinn hefði ég hins vegar mátt vita á sínum tíma að trausti umbjóðenda minna á mínum störfum væri mögulega teflt í tvísýnu með því að sækja fjármagn til fyrirtækja. Gildir þá einu hversu góður hugur lá þar að baki eða hversu vel ég sjálf treysti dómgreind minni og heiðarleika í framhaldinu eða hverslags ljósi er brugðið á veruleikann sem var. Undan því kemst ég ekki og undan því skal ég ekki víkja mér. Ég bið kjósendur afsökunar á að hafa hagað kosningabaráttu minni með þessum hætti og sé eftir að hafa gert það. Málstaður okkar og baráttumál eru heil og sönn og fyrir þetta hafa þau liðið. Ég vil einnig biðjast velvirðingar á að hafa ekki gert þessa ákvörðun mína opinbera fyrr. Verð ég að játa að persónulegt stolt réði þar miklu, ég kærði mig ekki um að tilkynna þetta undir hrópum um óheiðarleika, siðspillingu og mútuþægni. Vildi fá að velja réttan tíma. Réttur tími kemur hins vegar aldrei og hversu mjög sem ég kynni að óska þess eru litlar líkur á að njóta ýtrasta sannmælis. Enda er það aukaatriði. Aðalatriðið er að gera þær umbætur í samfélaginu sem líklegar eru til að lækna sárin sem hrunið hefur valdið okkur. Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar. Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar í þeirri von að kraftar okkar allra beinist fyrst og fremst að uppbyggingu réttláts samfélags. Með sumarkveðju, Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira