Innlent

Braut gegn dóttur sinni og vinkonu hennar

Hæstiréttur staðfesti í dag 10 mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gangvart dóttur sinni og vinkonu hennar fyrir tveimur árum. Stúlkurnar voru þá 12 ára gamlar.

Maðurinn káfaði á stúlkunum í eitt skipti sumarið 2008 þar sem þær lágu saman í rúmi. Síðar sama sumar eða um haustið lagðist hann upp í rúm hjá dóttur sinni, þar sem hún lá sofandi og sett hönd hennar á beran lim sinn, en við það vaknaði stúlkan.

Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að brot mannsins beindust að dóttur hans og vinkonu hennar. Með brotum sínum er hann sagður hafa brugðist trúnaðarskyldum sínum gagnvart dóttur sinni og fyrir lægi að vanlíðan hennar væri mikil vegna brota hans. Maðurinn ætti sér því engar málsbætur. Tíu mánaða fangelsi þótti því hæfileg refsing. Þá var manninum gert að greiða dóttur sinni 450 þúsund krónur í bætur og vinkonu hennar 200 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×