Innlent

Þinghald á óvenjulegum tíma

Fjöldi fólks vildi komast inn í dómsalinn við síðasta þinghald yfir nímenningunum.Fréttablaðið/Stefán
Fjöldi fólks vildi komast inn í dómsalinn við síðasta þinghald yfir nímenningunum.Fréttablaðið/Stefán

Þinghald yfir nímenningunum, sem ákærðir hafa verið fyrir innrás á Alþingi í búsáhaldabyltingunni í desember 2008, hefur verið boðað 29. júní klukkan hálf níu. Ragnar Aðalsteinsson, einn verjenda nímenninganna, kveðst aldrei fyrr hafa verið boðaður til þinghalds klukkan 8.30, hvorki í Héraðsdómi Reykjavíkur né Bæjarþingi Reykjavíkur þar áður.

„Þetta er ný reynsla,“ segir hann. Í þinghaldinu mun verjendum gefast kostur á að leggja fram skriflegar greinagerðir, að sögn Ragnars sem telur jafnframt líklegt að hann muni svara bókunum ákæruvaldsins varðandi gagnaöflun.

Réttarhöldin yfir nímenningunum hafa verið með nokkuð óvenjulegum hætti þar sem mikil aðsókn hefur verið að þeim og fólki vísað út sem ekki hefur fengið sæti í dómsal. Þá hefur lögregla verið kvödd til og Ragnar gert athugasemdir við að lögreglumenn væru viðstaddir þinghaldið.

Aðstandendur nímenninganna og stuðningsmenn hafa hins vegar gert kröfu um að fá að vera viðstaddir þinghald í málinu.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×