Innlent

Stefnt á að hefja hvalveiðar í kringum 17. júní

Hvalur hf. undirbýr nú stórhvelaveiðar sumarsins og var hvalveiðibátur fyrirtækisins, Hvalur 8, tekinn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn nú síðdegis til botnhreinsunar.

Hinn báturinn, sem gerður verður út, Hvalur 9, verður svo tekinn upp í slipp í næstu viku. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, er stefnt að því að hvalveiðarnar hefjist í kringum sautjánda júní.

Heimilt er að veiða 150 langreyðar í ár, auk 25 sem ekki veiddust af kvóta síðasta árs, en þá veiddust alls 125 langreyðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×