Innlent

Losna úr farbanni á morgun

Hreiðar Már fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur 8. maí sl. Mynd/Anton Brink
Hreiðar Már fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur 8. maí sl. Mynd/Anton Brink
Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson, Ingólfur Helgason og Steingrímur Kárason, fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi, losna allir úr farbanni á morgun.

Þeir eru grunaðir um umsvifamikil lögbrot í Kaupþingi árin fyrir bankahrun, meðal annars markaðsmisnotkun. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort óskað verði eftir framlengingu á farbanni yfir þeim. Mennirnir eru allir búsettir í Lúxemborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×