Innlent

Treysti á að fólk dæmi okkur af verkunum

Ármann Kr. Ólafsson.
Ármann Kr. Ólafsson.

Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi segist treysta því að fólk dæmi flokkinn af verkum sínum á kjördag. Samkvæmt skoðannakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 er meirihluti Sjálfstæðisflokks og framsóknarmanna fallinn í bænum.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi, fer úr 44,3 prósentum í síðustu kosningum niður í 29,1 prósent samkvæmt könnuninni. Verði það niðurstaða kosninganna missa sjálfstæðismenn einn bæjarfulltrúa en þeir hafa fjóra í dag.

„Það er mikið umrót í þjóðfélaginu og þrjú ný framboð í Kópavogi komin fram," segir Ármann og bætir því við að dreifing atkvæða á milli framboða verði því meiri nú en var í síðustu könnun sem gerði var í bænum. „En það er ekki að ástæðulausu að gott er að búa í Kópaovogi og ég treysti því að fólk dæmi okkur af verkum okkar á kjördag."

Aðspurður hvort gott gengi nýju framboðanna komi á óvart, en Næstbesti flokkurinn nær inn manni og það gerir Listi Kópavogsbúa einnig, segir Ármann: „Ef við tökum mið af málefnaskrá þessara framboða finnst mér þau vera að fá meira en ég hefði talið að þau ættu inni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×