Innlent

Rafmagnstruflanir í Reykjavík

Orkuveitan tilgreinir ekki orsakir bilunarinnar í tilkynningu um málið.
Orkuveitan tilgreinir ekki orsakir bilunarinnar í tilkynningu um málið. Mynd/Auðunn Níelsson
Háspennubilun varð í aðveitustöð Orkuveitunnar við Meistaravelli í Reykjavík laust upp úr klukkan fimm í morgun og varð rafmagnslaust á Seltjarnarnesi og frá Kaplaskjólsvegi að Umferðarmiðstöðinni. Bilunarinnar varð vart víða í borginni í formi rafmagnsflökts, en rafmagn komst á fyrrnefnd svæði innan hálftíma. Orkuveitan tilgreinir ekki orsakir bilunarinnar, í tilkynningu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×