Innlent

Þórunn vonar að aðrir hugsi sinn gang

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist vonast til að afsögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur setji þrýsting á stjórnmálamenn í öðrum flokkum.

Þetta kom fram í tíufréttum RÚV en þar sagði Þórunn að allir viti að Steinunn hafi ekki þegið hæsta styrkinn árið 2006. Hún sagði að í Sjálfstæðiflokknum væru menn á þingi og í borgarstjórn sem þáðu tugmilljóna styrki á sama tíma.

„Ég vona að þeir hugsi sinn gang og telji það skyldu sína að gera hreint fyrir sínum dyrum," sagði Þórunn og bætti við að það ætti við um alla stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×