Innlent

Best að ljúka Icesave málinu við samningaborðið

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Mynd/Anton Brink
Fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni taka til varna vegna áminningar ESA. Vænlegast sé þó að ljúka Icesave málinu við samningaborðið, ef ásættanleg niðurstaða fáist. Ákveðin áhætta felist í því ef málið fer fyrir EFTA dómstólinn.

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að Ísland hafi brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingar á Icesave reikningunum. ESA sendi áminningarbréf þess efnis í gær og hafa stjórnvöld 2 mánuði til að svara því.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að byggja verði vandlega upp málsvörn Íslands.

„Við munum að sjálfsögðu taka til þeirra varna sem við getum, þó að þetta álit ESA sé í sjálfu sér mjög skýrt og þeir hafni þeim sjónarmiðum sem íslensk stjórnvöld hafi reynt að halda í en það viðhorf þeirra eða sú afstaða kemur nú ekki á óvart. Veruleikinn er sá að við höfum staðið afar einangruð með þau sjónarmið okkar að okkur bæri ekki ótvíræð skylda í þessum efnum og það væri lagaóvissa til staðar. Nú er þetta ekki dómur heldur álit en það gengur gegn okkar sjónarmiðum eða fellur okkur í óhag," segir Steingrímur.

Mikilvægt sé að bregðast yfirvegað við, þar sem um er að ræða afdrifaríkt mál fyrir þjóðarbúið. Alltaf hafi verið ljóst fyrir að það skipti miklu máli fyrir Ísland upp á framhaldið að ljúka ágreiningnum með samningum.

„Mín afstaða er auðvitað sú að það sé vænlegasti kosturinn að ljúka þessu við samningaborðið ef ásættanleg niðurstaða fæst þar," segir Steingrímur.

Ef samningar náist við Breta og Hollendinga um greiðslu á lágmarkstryggingunni kunni ESA að láta málið niður falla. En hvað ef málið fer fyrir EFTA dómstólinn?

„Það er í öllu falli ljóst að það er heilmikið áhætta í málinu, litlar líkur á að það færi betur en svo að við værum talin ábyrg fyrir lágmarksfjárhæðinni en áhætta ákveðin í hina áttina," segir Steingrímur.


Tengdar fréttir

Álit ESA skiptir verulegu máli varðandi samningsstöðu Íslands

„Það er erfitt að leggja mat á það en þetta skiptir verulegu máli varðandi samningastöðuna,“ segir Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra, spurður hvort álit ESA um að Íslendingar eigi að borga lágmarksinnistæður vegna Icesave, skaði ekki samningsstöðu Íslands gagnvart Hollandi og Bretlandi.

Íslandi ber að greiða Icesave

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af

Pétur Blöndal undrast álit ESA

Álit Eftirlitsstofnunar EFTA um að Íslendingum beri að greiða Icesave er afskaplega undarlegt, segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segist ekki geta fallist á það. Honum sýnist sem ESA taki ekki inn í dæmið tvo veigamikil atriði

Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum

Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum.

Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu

Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Álit ESA styrkir stöðu Íslands

„Við höfum verið í miklum samskiptum við þingmenn í Bretlandi og þá helst þingmenn Frjálslyndra demókrata og þeir hafa sýnt okkur skilning,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins en hann telur að bráðabirgðarálit ESA, sem er eftirlitsstofnun EFTA, muni styrkja stöðu Íslands auk þess sem breyttir tímar í pólitísku landslagi Bretlands gæti orðið okkur í hag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×