Fleiri fréttir

Segir keppinauta njóta forskots

Fulltrúar C-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Sólheimum í Grímsnesi í dag.

Jón Gnarr gerir kröfu til borgarstjórastólsins

Jón Gnarr gerir kröfu til þess að verða borgarstjóri Reykjavíkur, nái Besti flokkurinn mestu fylgi í komandi kosningum á laugardag. Þetta kom fram í umræðuþætti á Skjá einum í kvöld þar sem oddvitar framboðanna í Reykjavík tókust á.

Slökkt í sinunni á Mýrum

Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum sinuelda í landi Jarðlangsstaða á Mýrum rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Eldurinn hafði logað frá því klukkan fjögur en talið er að hann hafi kviknað út frá útblástursröri fjórhjóls. Að sögn lögreglu á eftir að meta skemmdir á svæðinu en þónokkuð brann af kjarri auk sinunnar.

Grunaðir kókaínsmyglarar áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að tveir menn sem grunaðir eru um stórfelldan innflutning á hreinu kókaíni hingað til lands skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 18. júní næstkomandi.

VW Polo vann sparaksturskeppnina

Volkswagen Polo bar sigur úr býtum í sparaksturskeppni sem haldin var í dag. Formaður FÍB segir ökumenn geta sparað tugþúsundir með sparakstri. Keppnin er samstarfsverkefni FÍB og Atlantsolíu en henni er ætlað að efla vitund og þekkingu ökumanna fyrir sparakstri og umferðaröryggi. Að þessu sinni voru 15 bílar skráðir til leiks þeim var skipt niður í flokka eftir vélarstærð og gerð.

Þyrla Magnúsar seld úr landi

Lúxusþyrla Magnúsar Kristinssonar, útgerðar- og athafnamanns í Vestmannaeyjum, sem hefur verið þjónustuð af Þyrluþjónustunni, hefur verið seld og var flutt úr landi í morgun eftir að hafa verið á sölu í eitt og hálft ár.

Dregst líklega að flugvöllurinn fari

Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir að reikna megi með því að flutningi flugvallarins úr Vatnsmýrinni verði eitthvað seinkað miðað við gildandi aðalskipulag. Frambjóðandi Besta flokksins segir málið ekki mest aðkallandi á kjörtímabilinu.

Sinueldur á Mýrum

Slökkvilið frá Borgarnesi og Reykholti vinna nú að því að slökkva sinueld sem blossaði upp um klukkan fjögur í dag. Eldurinn brennur í landi Jarðlangsstaða á Mýrum. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var um óhapp að ræða en eldurinn kviknaði út frá útblástursröri vélhjóls.

Áætlun um atvinnuuppbyggingu í fullum gangi

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir það af og frá að stefna ríkisstjórnarinnar varðandi atvinnumál í Þingeyjarsýslu séu óljós. Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar Norðurþings, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fólk á svæðinu vildi skýrari svör, en þau sem hefðu fengist á fundi með iðnaðarráðherra og forstjóra Landsvirkjunnar í gæ

Álit ESA styrkir stöðu Íslands

„Við höfum verið í miklum samskiptum við þingmenn í Bretlandi og þá helst þingmenn Frjálslyndra demókrata og þeir hafa sýnt okkur skilning,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins en hann telur að bráðabirgðarálit ESA, sem er eftirlitsstofnun EFTA, muni styrkja stöðu Íslands auk þess sem breyttir tímar í pólitísku landslagi Bretlands gæti orðið okkur í hag.

Búast við 120 skemmtiferðaskipum í sumar

Það eru ekki allir ferðamenn sem koma fljúgandi til landsins í sumar. Tugþúsundir koma siglandi með skemmtiferðarskipum sem hafa viðkomu víða um land.

Óvanalega mikið um sjúkraflug

Undanfarin sólarhring hafa borist óvenju margar sjúkraflugsbeiðnir, og hafa meira en 3000 kílómetrar verið lagðir að baki í sjúkraflugi.

Álit ESA skiptir verulegu máli varðandi samningsstöðu Íslands

„Það er erfitt að leggja mat á það en þetta skiptir verulegu máli varðandi samningastöðuna,“ segir Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra, spurður hvort álit ESA um að Íslendingar eigi að borga lágmarksinnistæður vegna Icesave, skaði ekki samningsstöðu Íslands gagnvart Hollandi og Bretlandi.

Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu

Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Hiti í Þingeyingum eftir fund með iðnaðarráðherra

Mikill hiti er í mörgum Þingeyingum eftir fund með iðnaðarráðherra í gær. Verkefnisstjórn um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum hefur komist að þeirri niðurstöðu að tvö verkefni séu áhugaverð og raunhæf; álver á vegum Alcoa og álver á vegum kínverska fyrirtækisins Bosai. Ríkisstjórnin vill hins vegar leita betur að einhverju öðru. Forseti bæjarstjórnar segir Þingeyinga vilja fá skýrari svör.

Lítil þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Nú eru þrír dagar í kosningar og aðeins hafa tæplega þrjú þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar í Reykjavík. Kjörsóknin núna utan kjörfundar er helmingi minni en á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2006.

Þrír dagar til sveitastjórnakosninga - myndskeið

Nú eru aðeins þrír dagar til sveitastjórnakosninga. Fréttamenn og myndatökumenn á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis hafa fylgst grannt með gangi mála. Nú þegar hafa þeir kynnt sér helstu strauma og stefnur í fimm af stærstu sveitarfélögum landsins og munu halda áfram að kynna sér málin allt fram á elleftu stundu.

Garðbæingar fara á klósettið á kostnað Hafnfirðinga

„Þetta er náttúrulega skítamál,“ segir Ingimar Ingimarsson, nefndarmaður í framkvæmdarráði Hafnarfjarðarbæjar, en bæjarfélagið hefur reynt að fá Garðabæ til þess að borga fyrir afnot af fráveitukerfi Hafnarfjarðar síðastliðin fimm ár.

Nafnaruglingur í frétt um bókaþjófnað

Í frétt á vísir.is í gærkvöldi kl. 19:34 varð leiður nafnaruglingur þar sem fjallað var um ákæru vegna þjófnaðar á tugum bóka úr dánarbúi Böðvars Kvaran.

Hátt í 20 teknir fyrir ölvunarakstur

Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um hvítasunnuhelgina. Þar af höfðu fjórir áður verið sviptir ökuréttindum fyrir sömu sakir og tveir höfðu ekki ökuréttindi. Annar þeirra var 16 ára stúlka.

Sextán stöðvaðir á Selfossi fyrir að nota ekki bílbelti

Sextán ökumenn voru stöðvaðir og sektaðir á Selfossi í gær fyrir að nota ekki bílbelti, en sektin við því er tíu þúsund krónur. Mun algengara er að ökumenn láti undir höfuð leggjast að nota bílbelti inni í þéttbýli en úti á

Besti flokkurinn með sjö fulltrúa

Besti flokkurinn fær 43 prósenta fylgi og sjö fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins. Vantar því aðeins einn fulltrúa á hreinan meirihluta.

Óbreytt staða í Fjarðabyggð

Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokks í Fjarðabyggð heldur í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi.

Snæfellsjökull lýstur upp til að vekja fólk

„Þetta verða skilaboð til allra hér á jörðu um að við verðum að takast á við hnattræna hlýnun,“ segir þýski listamaðurinn Gert Hof, sem áætlar að lýsa upp sjálfan Snæfellsjökul í október á þessu ári.

Greina hefði átt frá styrkjunum

Forstjóri Veiðimálastofnunar rannsakar hvort Bjarni Jónsson, deildarstjóri hjá stofnuninni, hafi sótt um og þegið styrki í gegnum einkafyrirtæki sitt í samkeppni við Veiðimálastofnun. DV greindi frá málinu á dögunum.

Hross bar pestina líklega til Þýskalands

Hrossapestin sem geisað hefur hér á landi virðist ekki í rénun. Stór hrossabú eru víða óstarfhæf og þekkt að folöld hafi fæðst veik. Grunur leikur á að hross sem flutt var út til Þýskalands nýlega hafi smitað hross á búgarði þar. Þetta segir Björn Steinbjörnsson dýralæknir sem kortlagt hefur útbreiðslu pestarinnar.

Mestu breytingarnar í 30 ár

Stjórnendur Menntaskólans á Akureyri hafa ráðist í umfangsmiklar breytingar á námsskrá og kennslufyrirkomulagi skólans. Eru þetta mestu breytingar sem gerðar hafa verið frá því áfangakerfi var tekið upp fyrir 30 árum. Hugmyndin að baki breytingunum er að auka virkni nemenda og ábyrgð þeirra á námi sínu.

Fimm milljónir stunda í netleik

Fimm milljónir vinnustunda fara forgörðum daglega vegna þess hve margir spila netútgáfu tölvuleiksins Pac-Man á leitarvef Google, að því er áætlað er í nýrri rannsókn Rescue Time.

Beiðnum um vistun fjölgar um fjórðung

Umsóknum um vistun barna á meðferðarheimili fjölgaði um 26 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins 2010 miðað við sama tímabil árið á undan, að því er fram kemur í nýrri samantekt Barnaverndarstofu. „Fyrstu þrjá mánuði ársins 2009 voru 38 umsóknir, en fjölgaði í 48 sama tímabil árið 2010,“ segir þar.

Kýldi og skallaði lögreglu

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að kýla lögreglumann í andlitið og skalla annan lögreglumann í ennið.

Bensínverðið þokast niður

Olíufélögin lækkuðu bensínverð um tvær krónur og verð á dísilolíu um þrjár krónur í gær, í kjölfar mikillar lækkunar á olíuverði á heimsmarkaði.

Átján stútar teknir um helgina

Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um hvítasunnuhelgina. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fjórtán þeirra hafi verið stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Mosfellsbæ og einn í Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudag, níu á laugardag, fimm á sunnudag og þrír á mánudag.

Handteknir við innbrotstilraun

Lögreglan handtók í kvöld tvo menn við innbrot í verslunarhúsnæði í Hófgerði í Kópavogi. Mennirnir höfðu komist inn og tekið flatskjá og önnur verðmæti. Þeir voru enn á staðnum þegar lögreglu bar að garði og reyndu þeir að leggja á flótta. Lögreglumennirnir höfðu þó hendur í hári þeirra og dvelja mennirnir nú í fangageymslum og bíða yfirheyrslu.

Hera Björk komst áfram

Fulltrúi Íslands í Eurovision, Hera Björk, komst áfram úr undankeppninni sem fram fór í Telenor höllinni í Osló í kvöld. Hera fær því að flyta lagið Je Ne Sais Quoi í aðalkeppninni á laugardaginn kemur. Atkvæðagreiðslan var gríðarlega spennandi en íslenski fáninn var sá síðasti sem kom upp úr hattinum. Hér að neðan má sjá þau tíu lönd sem komust áfram í úrslitakeppnina.

Segist saklaus af bókaþjófnaði

Ari Gísli Bragason fornbókasali segist vera saklaus af bókaþjófnaði en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur hann verið ákærður ásamt Böðvari Kvaran fyrir þjófnað á tugum bóka úr dánarbúi Böðvars Kvaran. Í samtali við Pressuna segist Ari vera miður sín yfir ákærunni en hann er sagður hafa vitandi vits tekið við stolnum bókum til endursölu.

Hera Björk stóð sig með prýði

Flutningur Heru Bjarkar fékk frábærar viðtökur í Osló í dag þegar hún flutti framlag Íslands í Eurovision keppninni. Hera flutti lagið Je Ne Sais Quoi með stakri prýði og þegar flutningi lauk ætlaði þakið að rifna af Telenor höllinni. Nú verður kosið um hvaða lönd komast áfram í úrslitakepnnina sem haldin verður á laugardag.

Ríkisstjórnin á endastöð

Verkalýðsforingi af Vesturlandi boðar verkföll gegn handónýtri ríkisstjórn í haust. Ríkisstjórnin sé margklofin og geti ekki sinnt brýnustu málum vegna innbyrðis deilna. Ríkisstjórnin sé komin á endastöð - og það fyrir löngu. Forsætisráðuneytið vísar á bug staðhæfingum um aðgerðarleysi í atvinnumálum.

Eignir grunaðra verði gerðar upptækar án dóms

Eignir þeirra sem grunaðir eru um að hafa hagnast á glæpsamlegan hátt verða gerðar upptækar án þess að refsidómur hafi fallið, nái frumvarp Helga Hjörvars þingmanns Samfylkingarinnar fram að ganga. Íslendingar geta dregið úr skaðanum sem hlaust af bankahruninu með þessu úrræði segir yfirmaður frá Europol sem er kominn hingað til lands.

Einstaka öskusprengingar í Eyjafjallajökli

Lítil virkni var í Eyjafjallajökli í dag þó vart hafi orðið við einstaka öskusprengingar. Í stöðuskýrslu frá Veðurstofunni fyrir daginn í dag segir að mesmegnis stígi vatnsgufa frá eldstöðinni og að greinilega sé mikið gas sjáanlegt umhverfis gíginn. Ellefu jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti undir eldfjallinu, en átta skjálftar mældust þar í gær.

Rafmagnsleysi á Laugavegi

Rafmagnsleysi er nú á Laugavegi. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að bilun hafi orðið á fæðisstreng í götunni og nú er rafmangslaust í húsum frá númer 60 til 80. Unnið er að því að koma rafmagni á aftur og eru vinnuflokkar á staðnum.

Sjá næstu 50 fréttir