Innlent

Þarf mögulega lengri tíma

Ráðherrarnir þrír, sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hafa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, frest til 8. júní til að senda þingmannanefnd um málið skýrslu. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, vildi ekki staðfesta tímasetninguna, en sagði athugasemdafrestinn dæmi um gagnsæja stjórnsýslu nefndarinnar.

Nefndin þarf að ljúka vinnu sinni fyrir setningu Alþingis í septemberbyrjun. Atli segir hana ábyggilega munu nýta þann frest að fullu, mögulega þurfi hún rýmri tíma til verka sinna. „Þetta er gríðarlega umfangsmikið verk og það er frekar að það fari á þann veg að við þurfum viðbótartíma en hitt."- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×