NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2025 06:41 Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var við æfingu þegar hann lést. Vísir/Vilhelm Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur fyrir í júní mál fjölskyldu sem hefur kvartað til nefndarinnar vegna framkomu lögreglumanns þegar þeir var tilkynnt um andlát sonar síns. Samkvæmt svörum frá nefndinni eru þau að bíða frekari gagna og stefni svo að því að taka málið fyrir í júní. Maðurinn, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson lést á björgunarsveitaræfingu við Tungufljótnærri Geysi í Haukadal í nóvember í fyrra. Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils sem var við æfingu síðdegis á sunnudegi 3. nóvember 2024. Fjallað var um mál mannsins í Morgunblaðinu í gær og tilkynningu foreldra hans til nefndarinnar. Þar kom fram að foreldrar mannsins fengu ekki að vita af andláti Sigurðar Kristófers fyrr en þremur tímum eftir andlát hans. Þar kom einnig fram að móðirin hafi heyrt í útvarpsfréttum RÚV klukkan sex að maður hefði fallið í fljótið. Fram kom í fréttum þegar slysið varð að lögreglu hafi borist tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur Gekk illa að fá upplýsingar Fjölskyldan hafi vitað að Sigurður Kristófer var á staðnum við æfingu og reynt að afla sér upplýsinga en það gengið illa. Þeim hafi þó verið tjáð að lögreglan væri á leið til þeirra. Þau hafi hitt lögreglumann fyrir utan heimili sitt sem var einn á ferð og spurt strax hvort Sigurður væri látinn. Þegar faðir hans kom inn eftir að hafa lagt bílnum hafi lögreglumaðurinn tilkynnt þeim að Sigurður væri látinn. Fjölskyldan gagnrýnir að ekki hafi verið kallaður til prestur eða nokkur annar til að sinna sálgæslu og að lögreglumaðurinn hafi farið stuttu eftir að hann tilkynnti þeim um andlátið, á meðan móðir hans og faðir voru enn í miklu uppnámi. Þá gagnrýna þau í greininni að farið hafi verið með lík Sigurðar á líkhús á Selfossi en ekki á höfuðborgarsvæðið þar sem hann var búsettur. Þau hafi viljað sjá hann en ekki treyst sér til að aka yfir heiðina í því ástandi sem þau voru í. Útfararstjórinn hafi á endanum sótt hann daginn eftir og flutt hann á höfuðborgarsvæðið. Mosfellsbær Lögreglan Lögreglumál Björgunarsveitir Bláskógabyggð Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Maðurinn, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson lést á björgunarsveitaræfingu við Tungufljótnærri Geysi í Haukadal í nóvember í fyrra. Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils sem var við æfingu síðdegis á sunnudegi 3. nóvember 2024. Fjallað var um mál mannsins í Morgunblaðinu í gær og tilkynningu foreldra hans til nefndarinnar. Þar kom fram að foreldrar mannsins fengu ekki að vita af andláti Sigurðar Kristófers fyrr en þremur tímum eftir andlát hans. Þar kom einnig fram að móðirin hafi heyrt í útvarpsfréttum RÚV klukkan sex að maður hefði fallið í fljótið. Fram kom í fréttum þegar slysið varð að lögreglu hafi borist tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur Gekk illa að fá upplýsingar Fjölskyldan hafi vitað að Sigurður Kristófer var á staðnum við æfingu og reynt að afla sér upplýsinga en það gengið illa. Þeim hafi þó verið tjáð að lögreglan væri á leið til þeirra. Þau hafi hitt lögreglumann fyrir utan heimili sitt sem var einn á ferð og spurt strax hvort Sigurður væri látinn. Þegar faðir hans kom inn eftir að hafa lagt bílnum hafi lögreglumaðurinn tilkynnt þeim að Sigurður væri látinn. Fjölskyldan gagnrýnir að ekki hafi verið kallaður til prestur eða nokkur annar til að sinna sálgæslu og að lögreglumaðurinn hafi farið stuttu eftir að hann tilkynnti þeim um andlátið, á meðan móðir hans og faðir voru enn í miklu uppnámi. Þá gagnrýna þau í greininni að farið hafi verið með lík Sigurðar á líkhús á Selfossi en ekki á höfuðborgarsvæðið þar sem hann var búsettur. Þau hafi viljað sjá hann en ekki treyst sér til að aka yfir heiðina í því ástandi sem þau voru í. Útfararstjórinn hafi á endanum sótt hann daginn eftir og flutt hann á höfuðborgarsvæðið.
Mosfellsbær Lögreglan Lögreglumál Björgunarsveitir Bláskógabyggð Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira