Innlent

Vill færa réttarhöld nímenningana inn í leikhús

Það var gríðarlega mikið um manninn í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar réttað var í málinu fyrr í mánuðinum.
Það var gríðarlega mikið um manninn í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar réttað var í málinu fyrr í mánuðinum.

„Við hvetjum bara fólk til þess að mæta og verða vitni af þessu áður en það fer í vinnuna," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um sérkennilegan tíma Héraðsdóms Reykjavíkur á þinghaldi yfir svokölluðum nímenningum sem hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að ráðast á Alþingi.

Réttarhaldið hefst klukkan hálf níu um morguninn þann 29. júní. Lögfræðingur nokkurra sakborninga í málinu, Ragnar Aðalsteinsson, segist aldrei hafa heyrt um réttarhöld sem hófust svo snemma en yfirleitt hefst þinghald upp úr níu.

Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli, meðal annars vegna þess að dómari lét fjarlægja áhorfendur úr sal þar sem hann var fullsetinn. Þá hafa fjölmargir mótmælendur óskað eftir því að vera ákærðir fyrir þátt sinn í mótmælunum líkt og nímenningarnir.

Birgitta segir Hreyfinguna hafa boðist til þess að borga stærri sal, sé héraðsdómur fjárþurfi.

„Þá vorum við að hugsa um leikhús, það væri viðeigandi, enda málið einn stór farsi," segir Birgitta um dómsmálið.


Tengdar fréttir

Þinghald á óvenjulegum tíma

Þinghald yfir nímenningunum, sem ákærðir hafa verið fyrir innrás á Alþingi í búsáhaldabyltingunni í desember 2008, hefur verið boðað 29. júní klukkan hálf níu. Ragnar Aðalsteinsson, einn verjenda nímenninganna, kveðst aldrei fyrr hafa verið boðaður til þinghalds klukkan 8.30, hvorki í Héraðsdómi Reykjavíkur né Bæjarþingi Reykjavíkur þar áður.

Mótmælendur fylltu Héraðsdóm Reykjavíkur

Fullt var út úr húsi í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar taka átti fyrir mál nímenningana sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi í mótmælendaaðgerðum stuttu fyrir jól 2008.

Ragnar Aðalsteinsson: Réttlát málsmeðferð útilokuð

Ragnar Aðalsteinsson verjandi í máli nímenningana sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi segir útilokað að sakborningarnir í málinu fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Dómari sleit þinghaldi í gær án fyrirvara en þá höfðu átök brotist út fyrir utan réttarsalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×