Innlent

Samfylkingin auglýsir mest

Mikill munur er á auglýsingakostnaði stjórnmálaflokkanna vegna sveitarstjórnarkosninganna næstkomandi laugardag. Samfylkingin ver mestu fé en Framsóknarflokkurinn minnstu.

Á tímabilinu 29. apríl til mánudagsins 24. maí varði Samfylkingin 7,4 milljónum í auglýsingar, Sjálfstæðisflokkurinn 4,7 milljónum, Vinstri grænir 1,5 milljón og Framsóknarflokkurinn rúmlega 400 þúsund krónum. Á tímabilinu auglýsti Framsóknarflokkurinn ekkert í sjónvarpi eða í netmiðlum.

Flokkarnir komust að samkomulagi í lok apríl um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda kosninganna. Samkomulagið fól í sér að heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsingabirtinga í fjölmiðlum yrði ekki hærri en 11 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti á tímabilinu 29. apríl til og með 29. maí. Fyrirtækið Creditinfo hefur eftirlit með framkvæmdinni. Á mánudaginn hafði Samfylkingin notað 67% af 11 milljóna króna hámarkinu, Sjálfstæðisflokkurinn 43%, VG 14% og Framsóknarflokkurinn 4%.

Yfirlit Creditinfo er sundurlið og þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn eyddi mestu fé fyrstu vikuna í maí. 6.-12. maí og 13.-19.maí eyddi Samfylkingin mestu. Dagana 20.-24.maí varði Sjálfstæðisflokkurinn 2,7 milljónum í auglýsingakostnað, Samfylkingin 2,4 milljónum, VG tæplega 700 þúsund og Framsóknarflokkurinn um 140 þúsund.

Besti flokkurinn er ekki hluti af samkomulaginu sem var gert í lok apríl. Úlfar Gauksson, fjölmiðlafulltrúi flokksins, segir auglýsingakostnaður Besta flokksins hafi numið 600 þúsund krónum og að kostnaðurinn muni ekki fari yfir milljón.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×